Reykjavík Mobility 13. útgafa

Hæ Reykvíkingar

Fyrir þá sem hafa ekki verið áskrifendur frá fyrsta fréttabréfi datt mér í hug að draga athyglina að efnistökum fyrri snepla:

Þakka öllum fyrir frábærar viðtökum til þessa. Besta dreifingin er í gegnum Facebook. Ef þið kunnið að meta greiningarnar og linkana þá endilega deilið á FB eða forwardið bara póstinum á samstarfsfélaga og vini.

— Jökull Sólberg


Ætla bara að mæla með frábærri bók um sögu bílsins: Are We There Yet? eftir Dan Albert. Kom út í júní og hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er húmor, og skrautlegir karakterar á borð við Henry Ford verða ljóslifandi. Þegar svona bækur koma út er yfirleitt hægt að finna podcast viðtöl við höfundinn, sem er afbragðs leið til að athuga hvort bókin sé þess virði að glugga í.

New Yorker virðist svo hafa unnið mjög stórt „longread“ upp úr þessari bók.


Innlent

🛣 Ólafur Kristinn gagnrýndi hönnun á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu. Málið er að fleiri og fleiri gatnamót í Reykjavík eru hönnuð fyrir fjölþætta notkun og gangandi settir í forgang. Þegar horft er á svona hönnun í gegnum bílrúðuna er erfitt að skilja afhverju er verið að fórna „flæði“ og hraða fyrir bíla. Link

😔 Ekið á heimilislausan mann á hjóli. Lesið atburðarásina í fréttinni. Þarna finnst mér kristallast eitthvað sem loðir við Reykvíska menningu; fyrirlitning á fátækt og bílabræði. Link

💥 Karlmenn slasast nærri fjórum sinnum oftar en konur í umferðarslysum á Íslandi. Link

🖋 Þórarinn Hjaltason ritar grein um fyrirbærið „induced demand“ í samhengi við Borgarlínu. Þórarinn hefur verið áhrifamaður í hönnun gatnakerfis og skipulagsmála á Höfuðborgarsvæðinu í gegnum tíðina. Hann ýjar sterklega að því að efling á gatnakerfinu í þágu bíla sé hin rétta vegferð og Borgarlínuverkefnið síður en svo. Guðmundur Kristján ritar mótsvar og bendir á að tími gatnahönnunar án samhengis sé liðinn. Þórarinn og Guðmundur.

📈 Ítarleg rannsókn um áhrif ýmissa ívilnana á rafbílavæðingu á Íslandi. Fór algjörlega framhjá mér á sínum tíma þegar ég var að skrifa um rafbílavæðingu. Það sem ég sé í þessari skýrslu er að við erum bara alveg fucked hvað varðar skuldbindingar Parísarsáttmálans um útblástur árið 2030, þó við mundum banna sprenghreyfilsbíla strax í dag. Link


Erlent

🛵 Geggjaður Twitter þráður um létt bifhjól og farartæki sem ganga fyrir rafmagni í Kína. Eru að mörgu leiti komin mun lengra. Link

🚙 Áhugavert myndband frá Vox: „The high cost of free parking“. Link

🚗 Innihaldsríkt podcast um bílastæði. Þetta er mjög abstract og góð greining úr smiðju Horace Dediu … gæi sem ég hef gríðarlega miklar mætur á. Eins og Horace segir: „Parking is real estate in hiding“. Link

🛴 Lifecycle greiningar benda til þess að rafhlaupahjólin séu ekki svo umhverfisvæn. Sjálfur hef ég meiri trú á rafhjólum. Þau endast lengur, fara að jafnaði lengri ferðir og leysa þar af leiðandi fleiri bílferðir af hólmi. Aftur á móti held ég að líftími rafhlaupahjóla í flota muni fara úr 1000 ferðum í 10.000 total ferði á nokkrum árum svo að þessi greining mun breytast mikið. Link

💵 Hjólastígar efla staðbundin viðskipti og þjónustu. Link

🧐 Fyrirtækin á bak við sjálfkeyrandi tækni segja að tæknin sé komin … eeeeef við bara drögum aðeins úr þessu flókna „mannlífi“. Ég spáði nákvæmlega þessu í pistlinum mínum um sjálfkeyrandi tækni. Link

🚌 Fyrirtækið Navya ætlar að draga sig út úr þróun sjálfkeyrandi smávagna. Link

🚲 Snjallhjól virðist vera nýjasta nýtt. Link …. og sjálfkeyrandi hjól?


Twitter


Twitter: @jokull

Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu. 
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.