Reykjavík Mobility 8. útgáfa
Hæ Reykvíkingar,
Tölurnar um rafhjólainnflutning frá síðustu viku fóru víða. Fjallað var um þær í Mannlíf, Bylgjunni (10m30s) og í Fréttablaðinu. Að þessu sinni fjalla ég um áhugaverða bók, nýja stöðvalausa hjólaleigu sem er væntanleg til Reykjavíkur í sumar og niðurstöður úr tveimur rannsóknum um rafhjól. Ekki missa af stuttu viðtali við Hopp strákana neðst!
— Jökull Sólberg
Ég er að lesa frábæra bók; Seeing Like a State. Bókin fjallar um illa heppnaðar tilraunir til að bæta tilvist okkar með skipulagi. Nytjaskógar eru teknir sem dæmi í upphafi lesturs. Einhver fékk þá hugmynd að það væri mikið hagræði af því að planta einni tegund af trjám í hnitakerfi (ok, það var Þjóðverji). Mælingar yrðu auðveldari og tré á sama aldri yrðu felld á sama svæði á sama tíma. Þessi lenska breiddist út hratt en skógarnir lifðu ekki lengi. Það kom síðar í ljós hversu mikilvæg fjölbreytni í lífríki er til að skógurinn dafni og jarðvegurinn nærist. Kerfisfrömuðinum yfirsást þetta. Kerfishugsunin er oft tálmynd. James C. Scott, höfundur bókarinnar gerir kommúnisma, landmælingar, tungumál og margt fleira að afar áhugaverðu umfjöllunarefni.
Fjórði kafli fjallar um borgarskipulag. Hvernig stendur á því að borgir sem virðast ekki vera byggðar samkvæmt neinu skipulagi eru samt manneskjulegar og aðlaðandi? Hversu langt er ráðlagt að ganga í að skorða athafnir fólks eftir miðlægu skipulagi? Þessum spurningum er svarað með samanburði á tveimur frægum borgarhugsuðum; módernistans Le Corbusier og fúnksjónalistans Jane Jacobs.
Það er eitthvað svo karllægt í hinni módernísku hugsun þar sem kerfið fær forgang, athafnir mannana eiga að passa inn í kerfið og blómstra á þeim forsendum að passa inn. Pælarinn er í fyrirrúmi fremur en viðfangsefni hans; borgin í þessu tilfelli. Funksjónalíska hugmyndafræðin sem Jane Jacobs aðhyllist byrjar á hinum endanum — á viðfangsefninu sjálfu; þ.e.a.s. athöfnum fólksins sem býr í borginni.
Samanburðurinn er magnaður og á köflum hlægilegur. Svona vildi Le Corbusier að París yrðu skipulögð:
Bókin Mannlíf milli húsa eftir Jan Gehl kom út í íslenskri þýðingu um jólin. Hún er á svipuðum slóðum og Jane Jacobs. Athafnir fólks eru til athugunar. Húsin eru hylki og göturnar eru vettvangur fyrir samlíf borgaranna. Ég mæli með báðum bókum.
Hér er fjórði kafli Seeing Like a State í heild sinni.
Innlent
🛴 Rafhlaupahjólin eru að koma til Reykjavíkur! Hopp fer í gang seinna í sumar og er með mjög flott rafhlaupahjól. Ég tók stutt viðtal við strákana í Aranja sem eru á bak við þetta. Sjá neðar. Fréttablaðið fjallaði um þessa starfsemi en einnig var viðtal við mig um aukningu á innflutningi og almennt um fyrirkomulag á svona leigum. Myndin í fréttinni er af mér og margir héldu að ég væri á bak við Hopp. Svo er ekki. Link
🏍 Einhver er að flytja inn Super Soco, rafhjól í flokki þungra bifhjóla. Basically rafmótorhjól. Link
👀 Samanbrjótanlegt rafhjól frá Xiaomi á 169.990 kr. Hámarkshraði 20 km/klst. Link
🏙 Ný stefna sveitarfélaganna er að byggja sem allra mest á ásum Borgarlínu og í kringum stöðvarnar. Þetta er mjög snjallt. Þetta mun draga gríðarlega úr kolefnisákefð. Þar að auki tryggir þetta að sem flestir án bíla hafi kost á hágæða samgöngum. Link
🔒 Vantar betri aðstöðu fyrir hjól á þínum vinnustað? Hafðu samband við Hjólalausnir. (Ekki auglýsing, lítur bara vel út). Link
👨👩👦👦 Ég er mikið að skoða burðarhjól og nytjahjól. GSD frá Tern er mjög kúl. Nytjahjól eru með umboð fyrir TrioBike sem eru líka mjög nett. Link
Erlent
⚡️ The Guardian: „Neither electric cars nor driverless cars will solve our problems. They take up as much space as fossil-powered vehicles. Electric cars are already triggering a series of environmental disasters, due to the rush for lithium, cobalt and nickel required to make their batteries. Driverless cars are likely to exacerbate congestion and accelerate climate breakdown, because of the energy demands of the data centres required to control them.“ — Link
🇧🇪 Antwerpen ætlar að gefa bíllausum afslátt af öðrum samgöngulausnum. Link
🚴♀️ Eigendur rafhjóla fá svipaða hreyfingu úr sínu tæki og eigendur venjulegra hjóla. En rafhjólin ferðast 50% lengri vegalengdir. Mjög áhugaverð rannsókn með gott úrtak frá 7 Evrópuborgum. Link
🚲 Flashbike er rafhjól með ýmsum snjöllum eiginleikum, svosem þjófavörn, alvöru flautulúðri og appi. Link
✍️ Viðtalsrannsókn þar sem kostir rafhjóla eru kannaðir. Áreiðanlegur ferðatími, ánægjuleg skynjun á umhverfi, hreyfing og fleiri óvænt tækifæri til samneytis og samskipta. Mitt mat: Markaðurinn fyrir rafhjól mældur í km er 20x-100x stærri en hjólamarkaðurinn. Link
👾 Nafngiftin á Autopilot eiginleika Tesla bíla er villandi. Neytendur halda oft að um sjálfkeyrandi tækni sé að ræða en svo er alls ekki. Stórhættulegt og óábyrgt af Tesla. Link
📱 Nýjasta tækni í innheimtu á toll- og tafargjöldum. Kannski eitthvað sem nýtist sveitarfélögum á næstu árum. Link
📰 Bloomberg fjallar um kosti þess að banna bíla í þéttbýli. Bílar á Manhattan eru t.d. mjög fáránlegt fyrirbæri. Link
🇨🇳 Deilihjólaleigurnar eru að lenda í tollastríðinu. Hjólin eru nánast öll framleidd í Kína. Link
🛴 Bird í París hvetur notendur til að skila hjólum á tiltekin svæði. Þetta verður lykilatriði í að stöðvalausar hjólaleigur skili hagnaði; þ.e.a.s. draga úr þörf fyrir að starfsfólk þurfi að safna og dreifa tækjum. Link og Link
Myndin
Honda Cub er mest framleidda mótorhjól allra tíma. Þetta design öskrar „notagildi“. Wikipedia greinin er skemmtileg. Væri til í rafútgáfu af svona hjóli. Eftir að hafa verið á rafhjóli í smá tíma núna þá langar mig meira og meira í moped. Manni líður betur innan um bíla ef maður kemst á sama hraða. Á hjólinu skiptir maður hisnvegar frjálslega á milli gangstíga, hjólastíga og akbrauta eftir aðstæðum. Að því gefnu að stærri hjólin mega ekki vera á hjólastígum og hjólainnviði verða betri og betri í Reykjavík þá hefur rafhjólið ennþá vinninginn. En ég væri til í að prófa vespu eða moped í viku. Það má leggja þeim á gangbrautum svo lengi sem barnavagn kemst framhjá. Læsingin er fullkomnari, maður getur tekið farþega og þau eru að mörgu leiti öruggari (breið dekk, góð lýsing og speglar t.d.).
Svona lítur umferðin út í Hanoi, Víetnam. Þetta er algjör kaos. En flutningsgetan á þessum vegi er líklega a.m.k. 10x meiri en ef um bílumferð væri að ræða. Slysatíðnin eflastu margfælt hærri. Slys á hjólum eru samt „mýkri“. Hvernig tækjablöndu eigum við að gera ráð fyrir í sjálfbærri borg?
Viðtal við stofnendur Hopp
Ægir Giraldo Þorsteinsson og Eiríkur Heiðar Nilsson eru stofnendur Hopp (og hugbúnaðarhússins Aranja).
Afhverju rafhlaupahjól en ekki rafhjól eða önnur farartæki?
Góð spurning. Mismunandi farartæki henta fyrir mismunandi ferðir og fjarlægðir. Rafhlaupahjól virka vel fyrir 1-2 km ferðir, sem er fullkomið fyrir miðbæ Reykjavíkur. Þau eru líka svo einföld og skemmtileg, það vilja allir prufa.
Það eru að byrja að koma nokkur áhugaverð rafhjól og bifhjól sem gætu virkað fyrir flota, en þau eru enn mjög dýr. Það er hröð þróun í þessum markaði og við reiknum með að tækin verða fljótt betri og ódýrari. Við munum fylgjast náið með þeirri þróun eftir því sem við stækkum þjónustusvæðið okkar. Líklega er besta deiliþjónustan sú sem býður upp á mismunandi farartæki fyrir mismunandi þarfir.
Hvernig völduð þið rafhlaupahjól?
Við erum með miklar kröfur um að hjólin séu umhverfisvæn. Þótt þau keyri á hreinu rafmagni þegar hingað er komið, þá er mengun í framleiðslu og flutningnum frá Kína. Því skiptir það okkur miklu máli að þau standist íslenskt veður og endist lengi. Hjólin okkar eru hönnuð frá grunni til að vera í flota og þola mikið álag.
Þau eru með öflugri mótor fyrir brekkurnar og þola töluvert meiri þyngd en rafhlaupahjólin sem fást hér í verslunum. Uppgefin drægni er 50 km og fer það eftir aðstæðum.
Það er líka skemmtilegt að ferðast á þeim. Þau eru með fjaðir á framdekkinu, góðar diskabremsur og með hraðamæli á stýrinu.
Hvaða svæði ætlið þið að þjónusta?
Þetta er enn í mótun, en ef allt gengur upp þá munum við byrja með 100 rafhlaupahjól í miðbæ Reykjavíkur, eða á milli granda, miklubraut og kringlumýrarbraut.
Eftir því sem við fáum fleiri farartæki þá getum við þjónustað stærra svæði.
Eruð þið í samstarfi við Reykjavíkurborg?
Við höfum fengið mjög góðar viðtökur hjá borginni. Þar er nóg af framsýnu fólki sem er meðvitað um kostina af léttari samgöngumátum og vill að það sé vandað til verka. Við erum að reyna að læra af reynslu annara borga.
Málið er í vinnslu og við viljum að borgin móti þetta með okkur.
Búist þið við samkeppni í sumar?
Við höfum ekki heyrt af neinum enn sem komið er.
Í raun er mesta samkeppnin við einkabílinn. Við vonum að fólk prufi að skilja hann eftir og nýti sér umhverfisvænni ferðamáta í auknum mæli.
Eru einhver trend úti sem þið sjáið fyrir ykkur að innleiða hér heima í framhaldi?
Við höfum mikinn áhuga á útfærslum sem blanda saman fljótandi flota og hleðslustöðvum. Þá eru hvatar í appinu sem verðlauna notendur fyrir að enda ferðina sína í hleðslustöð, eða á vinsælum svæðum þar sem vantar farartæki. Þannig er hægt að spara töluverðan rekstrarkostnað sem fer í að endurhlaða farartækin eða færa þau á milli staða.
Þetta væri sérstaklega hentugt fyrir úthverfi, t.d. með hleðslustöðvar nálægt borgarlínustöðvum.
Takk fyrir spjallið Ægir og Eiki!
Fylgist með á vefsíðunni hopp.bike
Twitter: @jokull
Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu. Lífið er likes™.