Reykjavík Mobility 11. útgafa
Hæ Reykvíkingar
Svaka fínt og langt viðtal við mig á mbl.is. Finnst það koma vel út, endilega kíkið á strákinn. Miðbakki opnaði um helgina og það var bullandi stemning. Smári McCarthy fangar þetta:
Þarna er mjög nice körfuboltavöllur, allt sem þarf fyrir matarmarkað og skatepark. Mannlíf > Bílastæði. Það þurfti að fórna 144 bílastæðum fyrir þetta verkefni.
Ég fór að velta fyrir mér hvort að Hlemmur Mathöll hefði ekki hækkað virði á svæðinu í kring. Fjárfestingar í borginni eru að skila sér til rekstraraðila og eigenda á húsnæði. Gagnrýnisraddir um svona verkefni gleyma oft að taka svona jákvæð ytri áhrif með í reikninginn. Hinn goðsagnakenndi Ban Thai er a.m.k. að stækka við sig. Meiri borg!
— Jökull Sólberg
Því er stundum varpað fram að bílastæðum sé að fækka í Reykjavík. Ég fékk gögn um tegundir og gjaldtöku á bílastæðum hjá LUKR. Það er hægt að sjá þetta allt á Bílastæðasjánni, en ekki þróun yfir síðustu ár.
Staðreyndin er sú að bílastæðum er að fjölga (+1,38%) en hefur ekki haldið í við fjölgun íbúa (+5,00%) sé miðað við tímabilið 2016-2018.
Bílastæðin eru „ground zero“ fyrir skipulagspólitíkina. Þau eru súrefnið fyrir einkabílinn: ef það er ekki pláss fyrir kyrrstæðan bíl á áfangastað þá ertu ekki að fara að nota hann. Samkvæmt síðustu ferðavenjukönnun 2017 var skipting fararmáta 76% bíll, 6% hjól og 4% strætó. Þau sem vilja breyta ferðavenjum vilja flest fækka bílastæðum og auka gjaldtöku. 15% af borgarlandi fer undir bílastæðin og enn meira í mannvirki sem tengjast þeim. Þetta eru verðmætar byggingarlóðir í felum ef við drögum úr bílastæðaþörf.
EDIT: Sérfræðingar í framsetningu gagna höfðu samband og bentu réttilega á að súlurit skulu ávallt vera með Y-ás sem byrjar á núlli. Þetta var mjög ruglingsleg framsetning hjá mér sem kom í emaili og ég birti ég aðra framsetningu á sömu upplýsingum. (Áður var súlurit með bílastæðafjölda og overlayed línurit á öðrum Y-ás, báðir shiftaðir frá núlli … 🤦🏻♀️).
Bílastæði á íbúa voru 1,41 árið 2016 en eru nú um 1,36. Ég tel víst að það vanti Hafnartorg inn í þessu gögn — 1160 bílastæði. Með þeim færi þessi vísir aftur upp í 1,37.
Gjaldskyldum stæðum hefur fækkað um 13% á tímabilinu 2016-2018. Það eru 3,4 bílastæði á hverja íbúð og 1,7 á hvern skráðan bíl, en sveitarfélagið tekur auðvitað á móti mikið af umferð á morgnanna sem eykur svo á þörfina.
—
Nokkrir pistlar birtust um leigubílafrumvarpið sem ég fjallaði um í útgáfu #3, 18. maí. Það sem hnýtt hefur verið í er að mælar þurfa að vera sýnilegir í bifreiðum nema búið sé að semja um verð fyrirfram. Þetta þykir pennum í Fréttablaðinu vera til marks um að verið sé að hindra Uber og Lyft. Ég er ekki viss um að þetta standist skoðun vegna þess að Uber styður einmitt að semja fyrirfram um verð fyrir hverja ferð. Eflaust mætti greiða leið fyrir erlendu risana enn betur, en drögin eru að upplagi viðbrögð við tilskipun EFTA um að opna markaðinn upp.
Ég set ýmsa varnagla á þessa vegferð að gera leigubílaakstur ódýrari og meira aðlaðandi fyrir neytendur. Það mun auka umferð og draga úr atvinnuöryggi heillar starfsstéttar. Uber og Lyft eru stórundarleg fyrirtæki sem tefla á tæpasta vaði kapítalismans. Smá klór í bakkann frá mér … býst ekki við öðru en að þetta fari í gegn og þessi fyrirtæki hefji starfsemi á næsta ári, mörgum til mikillar gleði.
Innlent
🤦🏻♀️ FÍB heldur því fram að bílastæðum hafi fækkað í miðbænum — en nýting í bílastæðahúsum er dræm. Hvernig fáum við fólk til að venja sig á að leggja í bílastæðahúsum og hætta að hringsóla í leit að „hinu fullkomna stæði“ beint fyrir framan innganga? Þessi orðræða hjá FÍB er slök. Um 140 stæðum var lokað á Miðbakka en svæðið nýtist betur í mannlíf en kyrrstæða bíla og ekki vantaði aðsókn. Link
♿️ Pawel startaði góðum umræðum um þarfir fatlaðra og hreyfihamlaðra að göngugötum. Á að leyfa umferð P bíla þar? Eitt áhugavert komment þarna er frá Hauki Jóhannssyni. Hann bendir á að kyrrstæðir bílar geta líka dregið úr aðgengi. Link
🌱 Guðmundur Kristján með afbragðs pistil um nýja skipulagið í Elliðaárdalnum og þetta pólitíska ryk sem er verið að þyrla upp. Það er verið að tala um einhverja moldarskafla sem hafa gróið sem náttúruperlu. Komm on! Link
😷 Brilljant tillaga frá grasrótarsamtökum; á gráum dögum þegar mengun er yfir viðmiðum verður búinn til 500m helgunar-radíus í kringum leikskóla þar sem umferð er takmörkuð verulega eða jafnvel bönnuð. Það var einmitt að koma rannsókn á heilbrigðisáhrifum af VW diesel svindlinu. Link
👴🏼 DAGUR ER BÚINN AÐ RÚSTA BORGINNI! er uppáhalds „boomer“ frasinn minn. Samt alveg skemmtilegt viðtal. Link
🏎 Það er ekki nóg að henda upp skiltum til að draga úr hraða í Vesturbænum. Bílar keyra ítrekað yfir græn-flæðis hraða þar sem samstilling ljósa gerir eitthvað gagn og keyra ítrekað yfir hámarkshraða. Við erum orðin samdauna hraðakstri.
„Á umræddum tíma fóru 479 ökutæki þessa akstursleið og því var brotahlutfallið 21%, en meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 67. Á einni klukkustund eftir hádegi í gær voru svo mynduðu brot 76 ökumanna, sem óku Hringbraut í vesturátt, við Brávallagötu. Á umræddum tíma fóru 598 ökutæki þessa akstursleið og því var brotahlutfallið 13%, en meðalhraði hinna brotlegu var 53 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 64,“ segir í stöðuuppfærslu lögreglunnar.
🗺 ATH: Ég er að reyna að koma hjólastígum inn í Google Maps, Apple Maps og OSM. Hafið samband ef þið viljið aðstoða eða þekkið til.
Erlent
🚴♂️ Ekki nóg með að kyrrstæð hjól taki lítið pláss, heldur rúma hjólastígar mjög þétta umferð — sem útskýrir afhverju 3m breiður hjólastígur getur afkastað meira af farþegaflutningum en fjórar akreinar fyrir bíla. Link
⚡️ Áhugaverð grein um rafvæðingu sem fer „behind the scenes“ í BMW verksmiðju: „Starting in 2021 BMW plans to eliminate up to 50 percent of drivetrain options. About a third of its 133,000-strong workforce has been trained to handle production of electric vehicles--and it's clear that all of today's employees will not be necessary for tomorrow's tasks.“ Link
🚎 BRT lína í Richmond, Virginia fór fram úr væntingum skipulagsfulltrúa hvað varðar notkun. Gott viðtal með mikið af details um það hvernig BRT (Borgarlína) virkar nákvæmlega; t.d. hvernig greiðslur og eftirlit með svindli ganga fyrir sig. Link
💀 19 hafa látist í hjólreiðaslysum það sem af er ári í New York. Frábær grein um ástandið í New York. Óréttlætið gagnvart hjólandi teygir sig til lögreglunnar og réttarkerfisins. Link
🇩🇰 Vinstristjórnin í Danmörku ætlar að rífa upp lestarsamgöngur á milli sveitarfélaga. Link
📈 Það að liður húsnæðis sé að hækka til langs tíma í hlutfalli við ráðstöfunartekjur í norðurhagkerfum er merkilegt fyrirbæri og ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir stjórnmálin. Þetta býr til núning á milli kynslóða og dregur úr efnahagslegum stöðugleika. Hagfræðingar hafa í mörg ár hrist þennan efnahags- og félagsvanda af sér með einhverjum rullum um að það vanti bara meira af húsnæði, framboð og eftirspurn … you know the drill. Sem betur fer er umræðan að færast á betra plan. Link
👩🏻🔬 Vetni verður örugglega hluti af kolefnishlutlausum samgöngum borga. Ekki bara rafmagn. Link
😷 Diesel skandallinn rýrði loftgæði verulega. Góður Twitter þráður um helstu niðurstöður úr nýrri skýrslu. Link
Myndin
Höfum landbúnaðarvélar í sveitinni. Þessir trukkar eiga ekki heima í borg.
Twitter: @jokull
Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu. Lífið er likes™.
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.