Reykjavík Mobility 4. útgáfa
Að þessu sinni er ég með tvær bloggfærslur:
Rafhjól: hvað þýðir 40% söluaukning á einu ári? Það er ekki nóg að hugsa um rafhjól sem bara hjól með mótor. Það gefur ekki rétta sýn á innistæðu þessa fararmáta. Færslan er góður inngangur um örflæði (e. micromobility).
Tenging fólksfjölgunar, landnýtingar og samgangna: Það er erfitt að skilja tilganginn með Borgarlínu og þéttingu nema þetta sé sett í samhengi; sögulegt samhengi um fólksfjölgun sem og eðlisfræðilegt samhengi um afkastagetu á samgönguinnviðum.
Auglýsing
ELLINGSEN var að fá rafhjól af gerðinni MATE. Um er að ræða danska hönnun á samanbrjótanlegu hjóli og bauðst netverjum á síðasta ári að forpanta hjólið í einni stærstu Indiegogo herferð allra tíma. Nú er hjólið loksins að koma úr framleiðslu og á markað. Reykjavíkingar eru með þeim fyrstu sem bjóðast hjólið án forpöntunar. Rafhlaðan gefur meiri kraft en í flestum hjólum í þessum flokki. Meiri hröðun kætir og eykur notagildið til muna. Ef þú hefur ekki prófað rafhjól áður mæli með með að kíkja út á Granda sem fyrst.
Innlent
🚲 Ég hafði samband við IKEA til að fá sölutölur á rafhjólinu. Þau seldu 300 stykki í góðum mánuði, líklega um 1000–1200 á ári. En IKEA fær ekki fleiri hjól!
📣 Dr. Petter Næss verður með fyrirlestur 3. júní í Öskju: How and why do residential and workplace location in metropolitan areas influence travel behavior? Evidence from recent research in Norwegian urban areas. Þetta verður eitthvað næs. Link
🛴 Annar hver úrbanisti frá Íslandi var í Osló á ráðstefnu um borgarskipulag. Líf Magnúsdóttir auglýsir eftir þýðingu á orðinu micromobility. Ég legg til örflæði. Link
🏙 Mögnuð glærukynning frá Degi borgarstjóra sem sýnir sjónrænt hversu gríðarlega mikil uppbygging er í gangi í Reykjavík. Link
🚍 Seltjarnarnes vill ekki að vera með í Borgarlínunni. Sveitarfélögin fjármagna þetta til helminga á móti ríkinu. Link
💵 Tafargjöld (e. congestion charge) verða líklega innleidd til að standa undir hluta af fjármögnun á borgarlínu. Fínt til að efla aðra samgöngumáta og færa tekjustofn til þessa sveitarfélags sem þarf að taka á móti hlutfallslega mestri umferð. Link
📑 Áhugaverð mastersritgerð sem byggir á mælingum á hjólastígum. Hraðaksturinn er mestur í Nauthólsvík og Geirsnefi. Link
🤡 Sigmar Vilhjálms kallar reiðhjólamenningu sértrúarsöfnuð og Gísla Martein fjölmiðlafulltrúa þeirra. Sigmar er svo mikill “reply-guy”. Link
Erlent
☎️ Tafargjöld eru að virka í London. Flutningsfyrirtæki eru að innleiða flutningshjól (e. cargo bike) til að koma farmi til skila og það er að svínvirka (Sjá útgáfu #2 um cargo hjólin hjá Póstinum). Link
🚙 Rannsókn sýnir fram á að sjálfkeyrandi bílar bæti umferðarflæði um 35%. Þetta er tækni sem mun ekki breyta neinu sem máli skiptir. Link
⚡️ Fréttabréfið Radical Urbanist hjá Paris Marx er algjör negla. Þessa vikuna fjallar hann um myrku hliðar Li-Ion iðnaðarins meðal annars. Rafbílar eru engin töfralausn. Link
Myndin
Fyrsti áfangi Borgarlínu. Ef þú átt hús nálægt stöð þá geturðu hækkað virði fasteignarinnar um 5-15% 📈.
Á myndinni sjást líka þéttingarreitirnir og hvernig borgarlínan snertir þau svæði. En Miklabraut virðist koma í seinni áföngum.
Twitter: @jokull
Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu.
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.