Reykjavík Mobility 6. útgáfa
Hæ Reykvíkingar,
Að þessu sinni beini ég spjótum að orkuskiptum á bílaflota. Hlutfall seldra bíla sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum er næst-hæst í heimi á Íslandi, en það þarf að ganga lengra í draga úr útblæstri og ívilnanir hafa líka neikvæð áhrif. Í innlendum fréttum fjalla ég um umdeildar unglingavespur, uppsagnir hjá Heklu, nýja hjólastíga og margt fleira. Njótið! 🤙🏻
— Jökull Sólberg
Rafbílar og ívilnanir á Íslandi: Ekki töfralausn í baráttunni um sjálfbæra borg
Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2018–2030 var birt í september 2018. Þar er að finna 11 aðgerðir sem tengjast samgöngum og ferðavenjum. Mikil áhersla er á endurnýjun á bílaflota. Stutt úttekt á aðgerðunum með tilliti til áhrifa á samgöngumynstur leiðir eftirfarandi í ljós:
1 liður eykur hlutdeild bifreiða í samgöngum — nánar tiltekið liðurinn „Ívilnanir fyrir loftslagsvæna bíla og eldsneyti“. Með því að gera rafbíla ódýrari er í senn verið að gera vöruna „bíll“ ódýrari. Án mótvægisaðgerða, t.d. með auknum álögum á bíla sem menga, hlýtur þessi framkvæmd að auka á framboð, flýta kaupákvörðunum um fyrsta eða annan bíl heimilis og fjölga þannig bílum í umferð. Afslætti er aðalega stýrt til heimila sem hafa efni á nýjum bílum og má því segja að þetta sé óréttlátur skattaafsláttur sem nýtist fyrst og fremst þeim efnameiri. Samkvæmt vefsíðunni Veldu rafbíl er enginn nýr rafbíll undir 3,2 m.kr.
8 liðir auka hlutdeild loftslagsvænna bifreiða. Þar á meðal eru framkvæmdir sem snúa að uppbyggingu hleðslustöðva og tillögur um vistvænni bílflota opinberra aðila.
Einungis 2 liðir eru til aukinnar hlutdeildar annara samgöngumáta en bifreiða og styðja breyttar ferðavenjur. Þetta eru liðir sem varða hjólainnviði og almenningssamgöngur, en báðir liðirnir eru „short on detail“.
Liðurinn um ívilnanir hefur þegar komið til framkvæmda og vex á hverju ári eftir því sem hlutfall rafbíla eykst. En rafbílar eru orðnir samkeppnishæfir við flesta þyngdarflokka bíla án meðgjafar. Ný rannsókn sýnir fram á að án ívilnana hefðu 70% kaupenda rafbíla keypt rafbíl hvort eð er og hinir flestir valið sparneytinn bíl í kringum meðalþyngd. Það væri áhugavert að gera sambærilega rannsókn á Íslandi og meta þann ávinning í loftslagsbaráttunni sem má rekja til ívilnana.
Rafbílar eru með risavaxið vistspor þegar þeir rúlla af verksmiðjulínunni. Það kemur til af miklum námugrefti, stórum rafhlöðum og allra þeirra efna sem fara í margra tonna ökutæki. Vistsporið þar eftir markast svo af orkugjöfum raforkukerfisins sem bíllinn styðst við í akstri, en þar eru Íslendingar í gríðarlega góðum málum. Á myndinni hér að neðan sést útblástur sem tengist annarsvegar öflun og svo notkun á Nissan Leaf í mismunandi raforkukerfum og svo hefðbundinn bíll í samanburði.
Heimild: Carbon Brief
Niðurfelling virðisauka á rafbílum stangast á við markmiðið um breyttar ferðavenjur, minnkar tekjustofna sem horft er til í mikilvægum samgönguframkvæmdum og ganga ekki nógu langt til að ná skuldbindingum Parísarsáttmálans. Ef ætlunin er að gera rafbíla hagkvæmari í innkaupum má einfaldlega hækka kolefnisgjald eða hækka vörugjöld á óumherfisvænum bílum til að stýra kauphegðun. En það hefði ekki verið vinsæl framkvæmd.
Að greiða fyrir urðun á gömlum bílum sem menga mikið með inneign sem má nota í rafhjól eða strætókort getur líka skilað miklum árangri og nýtist öllum heimilum, ekki bara þeim sem hafa efni á nýjum bíl.
Innlent
⛑ Samgöngunefnd bakkar með hjálmskyldu. Fór úr <15 ára í <18 og nú í <16. Varnarsigur. Link
🛵 Vísir birti myndband af vespu sem var hársbreidd frá því að lenda á hjóli. Svona fréttir fá marga smelli. Fólk hefur minni áhuga á alvarlegri slysum í umferðinni sem eru mun tíðari. Link
⚡️ 450 m.kr. fara í „orkuskipti í samgöngum“, þar af 200 m.kr. í uppbyggingu hraðhleðsustöðva á þjóðveginum. Link
🛬 Póstnúmerið 102 orðið að veruleika. Báðir háskólarnir eru inn á þessu svæði og auðvitað blessaður flugvöllurinn. Link
❌ Skýrsla um slys árið 2017 þar sem hjólreiðamaður lést þegar hann þverar akbraut á rauðu gang-ljósi. Hræðilegt slys. Umferð yfir 50 km drepur. Link
🧐 Fólk er að æsa sig yfir krökkum á vespum. Vissulega ógnar þetta öryggi og öryggistilfinningu fólks ef þeim er ekið glæfralega. En þessar vespur eru bara 80 kg. Bíll er 1700 kg. Og come on, afhverju má ekki reiða vin sinn? Link
🚴♂️ Sala á rafhjólum hjá Erninum hefur fjórfaldast ár frá ári. Eins og fram hefur komið hefur IKEA hætt sölu á sínum hjólum – kannski er þetta tilfærsla í bland við aukinn áhuga. Rafhjól verða mainstream á nokkrum árum. Link
🚲 Á hverju ári renna af hendi Reykjavíkurborgar u.þ.b. 450 m.kr. í hjólreiðastíga. Borgarráð hefur samþykkt framkvæmdir fyrir 530 m.kr. fyrir næsta ár. Ég vonast til þess að sjá metnaðarfull gatnamót sem gera hjólum vel undir höfði og tengja netið saman. Ég veit til þess að það er ekki verið að elta metnaðarfulla kílómetratölu heldur bæta innviðin eins og þykir best að gera hverju sinni. Reiðhjólaáætlun Reykjavíkurborgar er merkileg fyrir þær sakir að við höfum farið langt framúr markmiðum okkar um hlutdeild hjólandi. Það fer að líða að gerð næstu hjólreiðaáætlun fyrir 2020–2025 sem verður mjög gaman að sjá. Link
🚘 Hekla hf. er að segja upp 12 starfsmönnum. Bílgreinasambandið vill að stjórnvöld bregðist við. Link
🛣 Umferðarmet í Reykjavík. Link
Erlent
💪🏻 Það felst hellings hreyfing í því að nota rafhjól. Norsk rannsókn. Link
🏍 Amsterdam bannar bifhjól á hjólastígum. Hjólastígar geta líka stíflast. Link
🔇 Danir eru að banna hávær mótorhjól. Hljóðvist er svo danskt og gott dæmi. Ef þú vilt vita hvernig Ísland verður eftir 60 ár, bara checka á Danmörku. Link
🔧 ABS bremsur á rafhjólum. Vonandi staðalbúnaður innan nokkurra ára. Link
🚦 Sjálfkeyrandi bílar halda áfram að rekast á veggi. Langar svo að segja bara „vekið mig þegar ykkur tekst að keyra án aðstoðar í þéttbýli“ og hætta að lesa fyrirsagnir. Link
🇨🇭 Rannsókn frá Sviss kemst að þeirri niðurstöðu að sjálfkeyrandi tækni bætir á umferðarvanda. Link
🚌 Myndband af borgarlínuvagni í Los Angeles. Fékk frekar mikinn hroll að sjá hann bruna framhjá Land Rover. Link
🔋 Toyota með risa fréttatilkynningu og kynningu. Stærsti bílaframleiðandi heims er loksins að hoppa á rafvæðingu með „drivetrain platform“ svipað og VW er að vinna í. Það sem vakti athygli mína er að solid state battery gæti komið á næsta ári sem er fyrr en ætlað var. Venjulega eru svona fréttir um byltingu í rafhlöðutækni algjörar gufufréttir, en þetta er Toyota sem er risi í rafhlöðum nú þegar. Blaðamaðurinn er Bertel Schmitt. Hann veit hvað hann er að tala um. Link
⚡️ Review á nýja Cowboy rafhjólinu í The Verge. Link
Myndin
Eigum við eitthvað að ræða hvað Reykjavík getur verið falleg?
… og ein skemmtileg. Ég vinstra megin að flippa á Mate hjólinu og Siggi Afi hægra megin. Ég fokkin dýrka þetta hjól™.
Twitter: @jokull
Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu.
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.