Reykjavík Mobility 22. útgáfa

Hæ Reykvíkingar

Pælingar um áhrif útblásturs á ferðaval. Aðeins flóknara en halda mætti, en að sama skapi skemmtilegt topic. Fréttamolar um nýja bók um strákafyrirtækið Uber, rafhjól á Alþingi o.fl.

kv Jökull Sólberg


Hver er útblástur hvers samgöngumáta? Eitt skemmtilegt dæmi er að ferð á rafhjóli orsakar minni útblástur en ganga vegna þess að útblásturinn sem tengist meðalmataræði er hærri en raforkan sem knýr rafhjól.

Ég rakst á mjög áhugaverða rannsókn um útblástur, ferðaval og fararmáta. Inntakið í greiningunni er að reikna þurfi viðbótar útblástur ekki meðalútblástur á hvern kílómeter hvers farþega (hér er oft talað um PMT eða person miles traveled). Annað geti bjagað skilning fólks á áhrifum þess að velja t.d. lest en ekki flug.

Skýrasta dæmið er lest, strætó og flugvél. Í þessum fararmátum fer mestur útblástur í að færa tækið á milli staða. Í tilfelli flugsins fer mestur útblástur í að koma vélinni á loft og því menga stuttar ferðir meira per kílómeter. En þyngd og farangur hvers farþega bætir afar litlu við. Sama má segja um strætóana. Þeir fara eftir leiðarkerfi og áætlunarakstri og það breytir litlu hversu margir manna hvern strætó.

Nema jú auðvitað áhrifin á leiðakerfið sjálft. Eftir því sem fleiri manna strætóin því auðveldara verður að réttlæta tíðari ferðir, stærri vagna og nýjar leiðir. Þessi rannsókn gerir atlögu að því að meta þessi áhrif.

Hvernig sem á það er litið þá þurfum við Íslendingar að draga úr flugi. Við þurfum að fækka og lengja fríin okkar. Fyrirtæki þurfa að fækka ferðum starfsmanna og hugsa vel um samnýtingu ferða með betra skipulagi. Það að skjótast á fundi og fljúga til baka næsta dag er ekki í lagi.

Einhver sagði að landfræðilega værum við illa stödd hvað varðar útblástur. Ég held þá hafi verið að vísa til þess að við þurfum alltaf að fljúga til að komast í sól og á fundi. En það er einmitt staðsetningin á milli heimsálfa sem dregur að flugsamgöngur sem við sem íbúar njótum svo góðs af.

Image

Það eru gríðarleg forréttindi að fljúga. Þau forréttindi dreifast mjög ójafnt á tekjubilin. Mjög líklega sú tegund af útblæstri sem verður erfiðara að rökstyðja með tímanum.


Innlent

🚲 Alþingi er með rafhjól og rafskútur að láni til að koma sínu fólki á milli funda. Allir vinnustaðir ættu að skoða svona lausnir. Það kostar ekki mikið að kaupa inn nokkur rafhjól. Kannski vantar fyrirtæki til að sjá um rekstur og viðhald á svona örflotum? Link

👍🏻 Álögur á rafhjól minnka um áramót. Kom fram í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta er enn í útfærslu í Fjármálaráðuneytinu. Bíð spenntur eftir fréttum.

Svona hafa innflutt farmverðmæti á hjólum þróast síðustu þrjú ár. Þarna vantar september-desember í 2019. Þetta er ekki mikil fórn í formi niðurfellingar VSK miðað við raf- og tengiltvinnbíla.

Erlent

🇫🇷 París er að gera magnaða hluti. Tekist hefur að draga gríðarlega úr bílaeign, umferð og bílastæðafjölda. Örflæðisvæðingin er mjög hröð. Fólk fær aðstoð við að fjárfesta í rafhjólum en það er líka hægt að leigja flott hjól til lengri tíma. Aukning á hluti hjólandi í umferð er 54% á milli ára. Uber hefur hafið samstarf við rafskellinöðruleigu og nú er hægt að leigja þannig tæki í appinu. Lengi má góð borg batna.

🇺🇸 Chicago ætlar að leggja álögur á ferðir Uber og Lyft til að draga úr umferðarteppum og fjármagna forgangsreinar strætóa. Link

🗽 New York lokaði 14. stræti. Nú er búið að mæla hver áhrifin á umferð annarstaðar á Manhattan er. Niðurstaðan: Umferðin gufaði upp og er óbreytt á nálægum götum. Life finds a way. Link

🤳🏻 Ný bók sem ber titilinn Super Pumped er komin út. Hún er um Uber og stofnandann sem Travis Kalanick var bolað út. Bókin virðist pastlega gagnrýnin og skýtur föstum skotum á tæknibjartsýnina sem hefur loðað við marga tæknirisa frá Silicon Valley. Link

🇦🇹 Dæmi um endurhannaða götu þar sem bílastæðum var fórnað. Link


Myndin

Mjög nettur þráður um það hvernig hjól tvinnast sögu kvenréttinda. Link


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 21. útgáfa

Hæ Reykvíkingar

Ég hef verið að garfa í gögnum um nýskráningar fólksbíla til að reyna að átta mig á því hvar við stöndum í samanburði við aðrar þjóðir. Læt stuttan pistil þess efnis fylgja.

kv Jökull Sólberg


70% af nýskráðum fólksbílum eru bensín- eða dísilbílar í þriðja ársfjórðungi (fólksbílar). Langsamlega besti ársfjórðungurinn hvað varðar hlut hreinorkubíla. Samt ekki nema 30% af nýskráningum.

Bílaflotinn á langt í land með orkuskipti. Svona hefur þetta þróast. Aðeins rafbílar eru alveg grænir í akstri (fyrir utan mögulega metan- og vetnisbíla). Talsverð losun fylgir hinum.

Samkvæmt gögnum á Orkusetur.is hefur samanlagður hlutur raf- og tengiltvinnbíla verið 21%, 17% og 30% í nýskráningum fólksbíla síðustu þrjá ársfjórðunga. Höfuðborgarsvæðið hefur verið með um 20-30% hærra hlutfall en landsbyggðin. Í Noregi var hlutur rafbíla aftur á móti 54% á seinasta ársfjórðungi. Þar eru öflugar ívilnanir, en meiri fókus á rafbíla og minni á tvinn- og tengiltvinnbíla. (Ég set smá fyrirvara á gögnin frá Orkusetri, þau virðast ekki samræmast mánaðarskýrslum frá Samgöngustofu. Er að reyna að komast til botns í því.)

Nýskráðir bensín- og dísilbílarnir verða líklega ennþá á götunni árið 2036, sumir enn lengur. Þetta eru þúsundir bíla á hverju ári fyrir litla landið sem á Evrópumet í bílaeign per heimili. Árið 2036 hafa liðið 6 ár síðan við ætluðum að vera búin að helminga útblástur frá árinu 2017. Það eru góðar líkur að heimurinn verði kominn framúr 1,5° hækkuninni á þessu tímapunkti. Við berum hlutfallslega meiri ábyrgð á þessari þróun en aðrir. Það er einfaldlega af því við erum rík og höfum hreiðrað um stóriðju á síðustu 30 árum þó eflaust sé eitthvað af henni betur sett hér innan um vatnsfallsorku.

Samkvæmt mínum útreikningum verður hlutur raf- og tengiltvinnbíla ekki nema 42% af fólksbílaflotanum árið 2036. Er ekki einföld loftslagsafneitun að flytja þessar bensín- og dísilbifreiðir inn þegar aðrir kostir eru í boði? Tvenn rök:

👉🏻 Í fyrsta lagi sást eftir hrun að það er mikill sveigjanleiki í endurnýjun bílaflotans. Það er hægt að færa kostnað í viðhald og halda bara bílum lengur á lífi. Nota bara það sem við höfum og keyra minna. Á árunum 2009 og 2010 fluttum við inn færri en 2000 bíla á ári. Það sem af er ári hafa verið fluttir inn 2.200 raf- og tengiltvinnbílar.

Í öðrum orðum: Við höfum nýlegar sögulegar sannanir fyrir því að við þurfum ekki hina bílana. Það er hægt að lifa af nokkur ár án mikils bílainnflutnings. Við erum nýlega komin úr mikilli endurnýjunarsveiflu þar sem að meðaltali 13 þúsund bílar voru fluttir inn á ári á árunum 2016-2018. Nýskráning fólksbíla á árunum 2008-2018 var u.þ.b. 8.000 bílar á ári.

👉🏻 Í öðru lagi styttist í stóraukið framboð á rafbílum. Evrópusambandið er að herða verulega kröfur á framleiddan flota hvers bílaframleiðanda. Væntur akstur flotans sem er framleiddur og seldur þarf að vera undir ákveðið mörgum grömmum af CO2 í útblæstri per kílómeter. Framleiðendur eru að bregðast við þessu. Volkswagen er að opna nýjar verksmiðjur tileinkaðar rafbílum og Toyota ætlar loksins að færa sig í hreina rafbíla. Tengiltvinnbílarnir eru ekki nóg til að standast nýju viðmiðin.

Afhverju erum við að leyfa nýskráningar á bílum sem krefjast innfluttra orkugjafa? Árið 2020 mun framboð rafbíla stóraukast. Bönnum allt nema raf- og tengiltvinnbíla strax í dag.


Innlent

🚌 Einstaklega gott viðtal við fjóra fastráðna strætóbílstjóra sem eru allir innflytjendur. Hrós á Fréttablaðið sem hefur verið með mikið af vandaðri umfjöllun sem varpar ljósi á bíllaust þjóðfélag. Link

Erlent

🗽 Eftir vel heppnaða lokun fólksbílaumferðar á 14. stræti Manhattan eru fleiri og fleiri að velta því fyrir sér afhverju þetta sé ekki gert á allri Manhattan. Gott dæmi um svæði þar sem bíllinn tekur meira en hann gefur. Link

🎙 Podcast viðtal um bókina Invisible Women. Hönnun í samgöngum er mjög karllæg. Link

🛵 Yamaha er loksins að fara full force í örflæði. Mjög flott hjól. Smastarf við Gogoro um skiptanlegar rafhlöður og hleðslustöðvar. Link

🙅🏻‍♂️ Karlkyns Uber bílstjórar þéna meira, einfaldlega af því þeir keyra hraðar. Link

📍 Pittsburgh hefur boðið út Zipcar, hlaupahjól, rafhjól og hugbúnað til að tvinna þetta saman við almenningssamgöngur í eina heildræna lausn. Mjög áhugaverð nálgun á MaaS (mobility as a service). Link

Twitter


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 20. útgafa

Hæ Reykvíkingar (Reykjavíkingar? Höfuðborgarbúar?)

Samgöngusáttmálinn var mikið í umræðunni. Helst er tekist á um fjármögnun ríkisins og útfærslu á veggjöldum. Gísli Marteinn var í útvarpinu og fékk tækifæri til að útskýra betur hvað hann á við með því að sáttmálinn geri of mikið til að fjölga einkabílaferðum og auka umferð. Fókus á örflæði og erlendar fréttir þessa vikuna. Njótið!

kv Jökull Sólberg


Micromobility Europe ráðstefnan var haldin í Berlín í vikunni. Þar hittast stóru leigufyrirtækin, framleiðendur tækja og áhugafólk um örflæði. Forsprakkinn er Horace Dediu og hélt hann opnunarerindi sem var algjör negla.

Horace trúir því að borgir munu í auknum mæli færa ferðir frá bílum á létta rafvædda fararskjóta. Ástæðurnar eru þrjár:

  1. 7 milljarðar búa í borg. Því stærri sem borgirnar eru því minna pláss er fyrir bíla. Aðdráttarafl borga eru vinnustaðir og annað fólk. Bíllinn mun flúa borgina undan þrýstingi og kröfu um bætta nýtingu á borgarlandi.

  2. Aðlögun á nýrri tækni veltur á því hvort það þurfi innviði eða ekki. T.d. þurfa flugvélar flugvelli, rafbílar þurfa mun öflugra rafveitukerfi og sjálfkeyrandi bílar munu þurfa breyttar götur. Útbreiðsla örflæðis er og verður áfram hröð vegna þess að borgir eru tilbúnar nú þegar. Innviði eru til staðar: Vegir, 4G og GPS.

  3. Örflæði snýst um frelsi í borg (e. urban freedom). Tæknin er persónuleg og aðlagast þörfum hvers og eins; bæði hvað varðar ferðirnar (last mile, door to door) en líka hvað varðar tækin sjálf sem eru mjög fjölbreytt.

Þetta er mín túlkun á hans fyrirlestri. Vonandi kemur hann á YouTube innan skamms.


Innlent

💸 Stefán Eiríksson hefur notað rafhjól sem bíl númer tvö og deilir útreikningi á sparnaði. Link

🛴 Fjölmargir hafa keypt sér rafskútu til einkanota. Stöð 2 ræðir við eigendur rafskúta og Grétar Þór Ævarsson, verkefnastjóra á samgöngusviði borgarinnar. Grétar talar um kröfu borgarinnar um að hjól fái ákveðna lágmarksnotkun til að réttlæta þessa tilteknu notkun á borgarlandi hjá leigunum. Þetta er úrræði sem margar borgir hafa notað til að takmarka fjölda hjóla og hvetja til þess að tækin séu gæðaleg. Link

🤷🏼‍♂️ Pétur Urbancic heldur því fram að það sé mýta að það megi sekta fólk fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis. Link

🕳 Hjálmar Sveinsson leggur til að Borgarbókasöfn sinni hluta þeirrar þjónustu sem er bara hægt að nálgast hjá Sýslumanni í dag (í Kópavogi!) Link

Erlent

🔋 Rafmagns strætóar: 300 í US, 384 þúsund í Kína. Link

📈 Hraðast vaxandi fararmáti til vinnu í Bandaríkjunum er … enginn fararmáti (heimaskrifstofa). Link

🔬 Við erum rétt að byrja að skilja áhrif örplasts. Samkvæmt nýrri rannsókn er stærsta uppspretta örplasta bílahjólbarðar. Úff. Link

⚖️ Um ranglætið sem felst í að hið opinbera niðurgreiði bílastæði og vegi. Mjög fróðleg grein með ótal dæmum frá Bandaríkjunum. Í US er náttúrlega ekki verið að innheimta fyrir vegagerð í gegnum eldsneyti og fjöldi bílastæða per bíl er hærri en hér heima. En sambærilega tilfærslur er að finna út um allt í íslenskri stjórnsýslu. Link

🇬🇧 Fyrstu Santander rafhjólin eru komin. Link — … og Donkey Republic Link

🛵 Gogoro frá Taívan er að mínu mati eitt áhugaverðasta örflæðis fyrirtækið. Vespu lúkkið, flottir litir og metnaðarfullt battery swap prógram. Link

🚍 Jákvætt BRT case study frá Richmond. Link

🛴 Rafskútur bannaðar í Prag. Link

📱 Bird Cruiser gæti verið skammt undan. A.m.k. hefur Android appið hjá þeim verið uppfært með tutorial vídjói. Link

💵 … og meira um Bird. Segjast vera með hagnað á „ride level“ og „city level“. Voru að loka risa fjármögnun á 2,5 milljarðar dollara virði. Link

🚲 Hjólareinar hafa jákvæð áhrif á smásölu og hverfisþjónustu. Link

🇩🇪 Þýsk skýrsla á ensku um rafskútur. Frábær samantekt fyrir löggjafa og aðra sem vilja skilja betur rafskúturnar. Sjálfur hef ég meiri trú á öflugri, stærri, þægilegri, öruggari og dýrari tækjum. En vinsældir rafskútunnar opna augu fólks fyrir kostum örflæðis. Link

🇪🇺 Bílaiðnaðurinn er gríðarlega stór hluti af efnahag Evrópu. Link

🗞 Radical Urbanist nr 106 er mjög góður fréttapakki. Link


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 19. útgafa

Special Edition: Samgöngusáttmáli

Hæ Reykvíkingar

Bíllausi dagurinn var um síðustu helgi. Mæting í gönguna var betri en ég þorði að vona (heyrði einhvern segja 600 manns). Umfjöllun var jákvæð. Það sem kom mér á óvart var hversu hægfara hún var. Það var vegna þess að allir voru að spjalla. Magnað hvað virkir ferðamátar ýta undir félagslegar athafnir sem gera okkur öll hamingjusamari og tengdari hvort öðru.

kv Jökull Sólberg


Samgöngusáttmálinn

Stórtíðindi dagsins eru samgöngusamningur ríkis og sveitarfélaga fyrir höfuðborgarsvæðið. Tíðindin felast einna helst í því að ríki og sveitarfélög séu í nánu samstarfi um sameiginlega framtíðarsýn þar sem ólík sjónarmið hafa þurft að mætast. Reipitogið sést hinsvegar langar leiðir.

Göngu- og hjólastígar

Hér er ríkið að koma inn af meiri þunga en áður og önnur sveitarfélög eru komin í sameiginlega uppbyggingu heildræns stíganets, þ.m.t. hjólahraðbrautir sem tengja sveitarfélögin. Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi í uppbyggingu hjólastíga en nú verður samsvarandi fjármagni ráðstafað fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Það má segja að búið sé að heimfæra vel heppnaða hjólreiðaáætlun á höfuðborgarsvæðið allt og fá ríkið í samstarf. Það er jákvætt.

Reykjavík mun á næstu vikum kynna samgöngu- og fjárfestingaráætlun — þar verður áhugavert að sjá hvort borgin ætlar að gera hjólum enn hærra undir höfði með auknu fjármagni. Það væri snjallt því þetta er líklega það fjármagn sem skilar sér hraðast í breyttum ferðavenjum. Hjólastígar eru ódýrir og nýtast fjölmörgum tækjum. 

Þegar hjólreiðaáætlun borgarinnar fyrir 2020-2025 verður kynnt er einnig möguleiki á að aukið fjármagn renni í hjólastíga. Sömuleiðis má auka hlut hjóla með því að gefa þeim aukinn forgang á gatnamótum — eitthvað sem borgin hefur gert í auknum mæli undanfarin ár. Þar eru þá framkvæmdir sem nýtast hjólum.

Ég fylgist auðvitað grannt með þessu á næstu vikum. 

Stokkar

Stærsti biti gatnaframkvæmda í Reykjavík eru stokkar. Miklabraut verður stokkuð í tveimur áföngum og mun ná undir Kringlumýrarbraut og framhjá Snorrabraut. Árið 2026 lýkur framkvæmdum og þá verður Hlíðasvæðið sunnan megin aftur tengt yfir Klambratún og hverfið ein heild. Svifryk færist á munnasvæði stokksins þar sem umferð fer inn og út. Svæðið á milli verður aðlaðandi og barnvænt. Húsaröðin við Miklubraut fer frá því að vera verst sett útaf mengun og hávaða í að vera hugsanlega vinsælust þar sem hún er beint við almenningsgarð og öflugar almenningssamgöngur.

Stokkar eru táknrænir að einu leiti; verið er að sópa umhverfisvandanum undir teppi. Liggja fyrir óumdeildar niðurstöður rannsóknarteymis Brynhildar Davíðsdóttur að samhliða orkuskiptum verði að draga úr eknum kílómetrum um helming á höfuðborgarsvæðinu ef við ætlum að standast Parísarsáttmálann. Stokkar munu greiða fyrir auknu flæði og þar birtist óvinur sáttmálans; fleiri eknir kílómetrar.

Á hinn bóginn þarf að gæta sanngirnis. Stokkar búa til mjög aðlaðandi rými fyrir aðra fararmáta sem mögulega virka til lækkunar á hlut bílsins til lengri tíma. Stokkar ganga út á að endurheimta borgarland frekar en að leysa hnúta.

Sundabraut

Sundabraut fær skrýtna meðferð í þessum pakka. Hún er ekki hluti af samkomulaginu en lifir sjálfstæðu lífi sem möguleg einkaframkvæmd. Því er svo komið fyrir í kynningarefni að í samgöngupakka felist einhver mögulegur undirbúningur fyrir Sundabraut. Í hverju það á að felast skil ég ekki. Brauðmoli fyrir ákveðin hóp?

Borgarlína

Heildarfjármagn fyrir borgarlínu til ársins 2033 er 50 ma.kr. Í nóvemberskýrslu er talað um kostnaðarmat upp á 70 ma.kr. en það er fyrir heildarkerfið. Þessar 50 ma.kr. eru því fyrir fyrsta áfanga.

Tíðindin hér eru að verið er að stækka fyrsta áfanga og fara alla leið í Mosó. Hönnun fer nú í gang fyrir fyrstu 13 km; Ártún niður í miðborg, gegnum Hlemm og að Landsspítala, í gegnum Fossvog og upp í Hamraborg.

Gert er ráð fyrir 30% vikmörkum í kostnaði. Hönnun og framkvæmd er flókin og verður mjög klæðskerasniðin að götumyndum og mannvirkjum sem eru til staðar í dag.

Fjármögnun

Áttum okkur fyrst á stefnu stjórnvalda í grænum samgöngum. Uppistaðan af aðgerðum hingað til hefur verið að hraða sölu raf- og tengiltvinnbíla með það að markmiði að draga úr eftirspurn á innfluttu eldsneyti. Ríkið lét af þremur milljörðum í niðurfellingu VSK á síðasta ári. Rafbílar greiða lág bifreiðagjöld og engin vörugjöld. Þetta býr til stækkandi gat í fjárlögum ríkisins sem hingað til hefur notað eldsneytisálögur og vörugjöld til að standa undir vegagerð. Ætlunin er að fylla þetta gat með veggjöldum sem renna í sameiginlegt rekstrarfélag sem hefur verið stofnað utan um samgöngupakkann. Veggjöld næstu 15 árin eiga að verða 60 ma.kr. skattstofn sem er helmingur pakkans.

En er yfir höfuð þörf á að fylla uppí þetta gat í fjárlögum? Viðmið ríkisskulda er 30%. Fjármálaráðherra hefur tekist að skila svo miklum afgangi síðustu ár að erlendar skuldir eru hér um bil horfnar. Í hlutfalli af þjóðarframleiðslu eru heildarskuldir komnar í 20% sem er óæskilega lágt. Nú er tíminn til að stefna á hallarekstur til að fjárfesta í grænum innviðum. Samgöngupakkinn var tækifæri til að blása til stórsóknar í grænum innviðum. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hefði verið stóraukinn. Á sama tíma væri verið að tryggja atvinnustig í mögulegri niðursveiflu og rekstrargrundvöllur sveitarfélaga stórbættur með þéttari byggð. 

Gjaldtaka af bílastæðum er tekjustofn í felum. Ríkisskattstjóri ætti að líta á bílastæði á vinnustöðum sem hlunnindi. Borgin ætti að ganga enn lengra í gjaldtöku bílastæða á borgarlandi. Líklega þurfa veggjöld eða tafagjöld svo að koma á einhverjum tímapunkti, en að mínu mati er það of snemmt. Hugsanlega má svo láta rafbíla bera sinn hluta af veggjöldum til að gæta jafnræðis þegar þar að kemur.

Niðurstaða

Gísli Marteinn var harðorður í garð þessa samkomulags. Í hans augum er hver króna sem fer í bíltengdar framkvæmdir sóun og skref í ranga átt. Við nánari athugun sést að mikið af framkvæmdaliðum tengdum bílum tengjast einnig almenningssamgöngum og virkum fararmátum. Til dæmis er ljósastýring grundvöllur að forgangsakstri borgarlínu og stokkar endurheimta aðlaðandi borgarlandi sem blæs lífi í borgina.

Göngubrýr, undirgöng og slaufugatnamót eru fylgihlutir hraðbrautahugsunar og eru því miður of veigamiklar í sáttmálanum. Stundum eru þetta plástrar sem fylgja viðhaldi á svæðum sem þarfnast stórkostlegra skipulagsbreytinga — eins og svæðið í kringum Smáralind. Þau svæði þurfa langt aðlögunarferli. Reykjavík á hverfi sem voru skipulögð fyrir tíð hraðbrauta og þar er í mörgum tilfellum auðveldara að „gera rétt“. Við eigum mislangt í land eftir því hvaða svæði eru til skoðunar á þessu 250 þúsund íbúa byggðarsvæði.

Samgöngupakkinn er stórsigur og viðurkenning á hugmyndum sem hafa þótt hálfgerð jaðarklikkun til þessa. Ráðherrar eru farnir að tala eins og upplýstir úrbanistar á köflum. Fólk er ekki í algjörri afneitun lengur. Þetta reipitog við meirihluta Reykjavíkurborgar og fagfólk SSH hefur skilað sér í ómetanlegri fræðslu yfir til ríkisins. Það er kannski það jákvæðasta við þetta ferli: Samtalið. 

Nánar á samgongusattmali.is


Innlent

🛴 Rafskútuleigan Hopp fór í gang á föstudaginn. Hjólin komast 60 km á einni hleðslu og þurftu öll að fara í hleðslu eftir fyrsta dag sem gefur til kynna miklar vinsældir. Veðrið hefur átt stórleik, en vinsældirnar leyna sér ekki. Hjólin eiga að endast mun lengur en þessi sem Bird og Lime nota. Link

👏🏻 Hámarkshraði lækkaður á Reykja- og Sundlaugavegi. Link

🚶🏼‍♂️ Samþykkt að hluti af Laugavegi, Skólavörðustíg og Vegamótastíg verði að göngusvæði. Link

🚍 Fjölgun farþega Strætó. Link

🎟 Epískur twitter þráður um bílastæði frá Ólafi Margeirs, doktor í hagfræði. Link

🙃 Einn eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins gagnrýnir rekstur borgarinnar. Steinar og glerhús og allt það. Link

🛣 Hér er skjáskot úr Google Maps sem sýnir hversu neðarlega Kópavogsbær hefur forgangsraðað gangandi vegfarendum og hvaða afleiðingar það hefur. Link

📮 Minni á vikulegt fréttabréf frá Degi borgarstjóra. Síðustu tveir póstar hafa verið mjög upplýsandi. Link

🚮 984 bílum fargað á mánuði að meðaltali fyrstu átta mánuði ársins. Link

🗞 Skemmtilegur skoðanapistill frá 1970: „Bíllinn þarfnast mikils landrýmis þegar hann er á hreyfingu og hlutfallslega enn meira rýmis, þegar hann stendur kyrr.“ Link

👴🏼 Ég er ekki alltaf sammála Þórarinni Hjaltasyni, en þessi grein um Borgarlínu er fróðleg og mér finnst annar og betri tónn hjá honum. Link

Erlent

🛵 The Oslo er nýtt hjól sem gæti flokkast sem micromoped. Mjög clean hönnun og minnir meira á vespu en hjól. Link

🚲 Juiced hefur hafið sölu á Scorpion; algjört tryllitæki á Indiegogo. Þetta er hjól í flokki 2 (mundi þurfa númeraplötu á Íslandi). Bird Cruiser hjólið er víst sama hjól, einnig framleitt af Juiced. Link

🇫🇷 París niðurgreiðir rafhjól um allt að €900 (120 þús kr). Snjallt því hver km á hjóli hefur jákvæð ytri áhrif, öfugt við bíla. Link

🚗 Donald Shoup, guðfaðir bílastæðahagfræðinnar er með nýja grein á CityLab: […] Most people consider parking a personal issue, not a policy problem. They follow the axiomatic observation of George Costanza in Seinfeld, who famously said that paying for parking was like going to a prostitute: “Why should I pay when, if I apply myself, maybe I can get it for free.” Link

🤩 Hasselhoff í fyndnum örflæðishasar: Moped Rider. Link


Myndin

Þetta Elon Musk shrine er nú meira ruglið.


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 18. útgafa

Hæ Reykvíkingar,

Ég man ekki eftir því að samgöngur hafi nokkurntímann verið svona mikið í brennideplinum. Beðið er eftir blaðamannafundi þar sem útfærsla og fjármögnun á Borgarlínu verður kynnt. Í þessu fréttabréfi: Veggjöld, hlaupahjólaleigur, dagskrá Bíllausu göngunnar o.fl.

Ég var í fréttum Stöðvar 2, titlaður sem ráðgjafi á sviði borgarsamgangna.

kv Jökull Sólberg


Upplýsingar frá fundi Samgönguráðuneytis, SSH og kjörnum fulltrúum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að leka í fjölmiðla. Mér finnst þetta hálf klúðurslegt að hafa ekki góðan blaðamannafund og leyfa þessum mikilvægu upplýsingum að fara óstaðfestum í fjölmiðla. Blaðamannafundur hlýtur að koma. Link

  • 125 ma.kr. settar í framkvæmdir til ársins 2033 (9 ma.kr. á ári) — helmingur af þessu er Borgarlína sem er ennþá áætlað 70 ma.kr.

  • Nýtt orðalag af hálfu ríkisins, segjast munu fjármagna að minnsta kosti 50% af Borgarlínu. Áður var þetta „að mestu“. Þetta er risastórt atriði þó það sé opið til túlkunar.

  • Veggjöld eiga að fjármagna 60 ma.kr. eða um helming. Leggjast á stofnbrautir, 200 til 600 kr fyrir hverja ferð. Hækka á álagstíma.

  • Sjö milljarðar í bætta ljósastýringu, hjólastíga, undirgögn og göngubrýr.

Sko. Ljósastýring, undirgöng og göngubrýr eru fylgihlutar hraðbrauta. Það er ennþá groddaleg hraðbrautarstefna í gangi samkvæmt þessu. Stefnan er að létta álagið á hraðbrautum með bættum almenningssamgöngum. Það er ekki verið að horfast í augu við vandamálið: umferðarhvetjandi mannvirki. Nýlegt dæmi er breikkun Bústaðavegs þar sem íbúar Suðurhlíða voru í litlu eða engu samráði.

Tölum aðeins um veggjöld. Meðfram orkuskiptum bílaflota þarf að endurskoða gjaldtöku sem tengist notkun, eign og öflun bifreiða. Í stuttu máli þá hefur ríkið í miklu mæli stólað á eldsneytisálögur til að fjármagna gatnagerð. Það hefur verið snyrtileg og einföld leið. En umhverfisvænir bílar fá ekki bara niðurfellingu VSK til að auðvelda öflun, heldur sleppa þeir við eldsneytisgjöld. Á einhverjum tímapunkti þarf að leita annara leiða til að notendur bíla standi að mestu undir sínum kostnaði. Veggjöld gætu verið rétti staðurinn. En það er annar staður sem er enn betri: bílastæði.

RSK lítur ekki á bílastæði á vinnustað sem hlunnindi. Það þýðir að rekstur stofnana og fyrirtækja mismunar gróflega þeim sem nota bílastæði annarsvegar og hinsvegar hinum ört stækkandi hóp sem notar aðra fararmáta. Ef bílastæði væru talin fram sem skattskyld hlunnindi yrðu sterk viðbrögð samstundis í ferðavenjum. Vinnustaðir gætu gripið til þess ráðs að hækka laun og samgöngustyrki til allra og leyft þeim sem þurfa bílastæði að afþakka þá kjarabót. Á móti kæmu tekjur af bílastæðum. Einhvernveginn þyrfti að koma til móts við þá sem þurfa ekki þessi rándýru innviði. Í Kanada hafa yfirvöld litið á frí bílastæði sem skattskyld hlunnindi.

Í suðurhluta Borgartúns er mikið af gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir vinnustaði. Starfsmenn Origo eru farnir að mæta extra snemma til að sleppa við umferð og koma bílnum fyrir áður en stæðin fyllast. Ef við áætlum að tveir þriðju af þeim 1.600 stæðum sem eru á þessu svæði séu gjaldfrjáls og í eigu vinnuveitanda, að 85% af þeim stæðum séu notuð af starfsfólki og að virði bílastæðapassa á þessu svæði sé 16.000 kr á mánuði þá væri það hlunnindi sem samsvara 172 m.kr. á ári. Þetta er algjör servíettuútreikningur, en þetta eru augljóslega alvöru upphæðir ef við lítum til höfuðborgarsvæðisins alls.

Ef við ætlum að breyta ferðavenjum þá þurfum við að fjarlægjast efnahags-pólitískt kerfi sem gefur eftir hundruðir milljarða af bílafríðindum á hverju ári burtséð frá því hvort einstaklingar og heimili styðjist við þennan fararmáta eða ekki. Meðfram breyttum ferðavenjum eykst pressan á að allar bíltengdar ívilnanir séu endurskoðaðar til að jafna leikinn.

Viðmið um fjölda bílastæða fyrir nýbyggingu hefur þegar lækkað í nýjum byggingarreglugerðum. Það mun hafa áhrif á næstu árum fyrir þéttingarsvæði í borginni. Breytingar á skattkerfinu gæti verið næsta skref til að draga úr meðgjöf bílsins.


Innlent

🚙 Gjaldskylda á utandyra bílastæðum á borgarlandi hefur verið lengd til 20:00 á kvöldin. Ég hefði viljað sjá gjaldskyldu allan sólahringinn og ókeypis í bílastæðahús eftir kl 20:00. En þetta er auðvitað stórt skref í rétta átt. Bílastæðin eru ground zero í ferðavenjum. Link

📁 Ferðavenjukannanir eru mjög mikilvægar svo að gögn séu til staðar í gegnum umræðu, stefnubreytingar og ákvarðanatöku um hlut fararmáta og t.d. viðhorf gagnvart almenningssamgöngum. Það eru tvær tegundir af ferðavenjukönnunum gerðar; ein „stór“ á nokkra ára fresti sem hefur mikið vægi. Til að fylla í eyðurnar er eins manns ráðgjafafyrirtækið Land-ráð sf. fengið til að gera minni könnun sem hefur ekki sama vægið en þykir „nice to have“. Það er hérna sem t.d. SI fær sínar tölur um aukningu hlut bílsins úr 75% í 79% á síðust árum. Link

🚌 Nýtt leiðakerfi Strætó er í undirbúningi. Stefnubreyting í nýja kerfinu felur í sér að efla tíðni og þjónustu á stofnleiðum. Afköst og farþegafjöldi er forgangsraðað framyfir „coverage“ eða dreifingu stöðva. Gæti þýtt að fólk þurfi að labba lengra, en það þarf þá ekki að bíða lengi eftir næstra Strætó. Tímataflan mun skipta minna máli. Link

💰 Andrés Ingi Jónsson (VG) fékk svar við fyrirspurn um VSK stofn rafhjóla og hjóla árið 2018. Svarið er 250 m.kr. eða um 8% af niðurfelldum VSK stofni raf- og tengiltvinnbíla. Ríkisstjórnin hefur boðað niðurfellingu VSK á rafhjólum en ekkert gerst síðan. Link

🐴 Donkey Republic hjólin eru komin. Reykjavík styður verkefnið um 10 m.kr. á tveimur árum. Donkey hefur hafið rafhjólavæðingu erlendis, vonandi nær það á klakann innan fárra ára. Link

🛴 Go X hyggst opna rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík. Link

Erlent

📱 Transit appið miðlar nú greiðslum til örflæðisfyrirtækja og almenningssamgöngustofnana. Næsta skref gæti verið samgönguáskrift — einhverskonar bundle eins og er í boði í Helsinki. Link

🇫🇷 Hjólaleigan Vélib í París gengur vel. Og enn betur í verkföllum strætó og lestakerfis. Link


Myndin

Dagskráin fyrir Bíllausa daginn er komin.

Þetta er fallegt að sjá:


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Loading more posts…