Reykjavík Mobility 25. útgáfa

Ég var að koma úr barneignarorlofi og svo jólafríi og því hefur verið hlé á fréttabréfinu þar til núna.

Þetta verður hinsvegar síðasta fréttabréfið. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég vil núna nota tímann minn í eitthvað annað.

Þegar ég fæ áhuga á einhverju kafa ég oft djúpt og finnst ekkert eins mikilvægt og að skilja hlutina og móta mér skoðanir. Undanfarið hef ég einfaldlega ekki haft jafn brennandi áhuga og áður, a.m.k. ekki þannig að ég geti unnið gott fréttabréf í hverri viku. Það er auðvitað endalaust hægt að garfa í þessu, en ég starfa og fæst við aðra hluti og þetta hefur alltaf verið áhugamál.

Ég vona að áhugi minn hafi smitað útfrá sér og að einhverjir hafi haft gagn og gaman af þessu.

Ég er alls ekki búinn að missa áhugann á skipulagsmálum, örflæði og samgöngum. En ég er ekki í þessum rannsóknarham sem var forsenda vikulega fréttabréfsins.

Takk fyrir lesturinn.


Innlent

👩🏼‍🏫 Vegagerðin er að manna nýtt stöðugildi: Sérfræðingur í samgöngum á höfuðborgarsvæði. Loksins. Link

🎓 Dagur B. með samantekt á 2019 í einu tweeti. Allt í rétta átt. Link

🎟 Strætó hefur skrifað undir samning um nýtt miðasölukerfi. Um er að ræða nýja snertinema í vögnum, pappírsmiðum fasað út og margt fleira spennandi. 200m í innleiðingu og verður rúllað út á árinu. Býst við að þetta verði sama kerfi og Borgarlína notar svo. Link

Samhengi: „Fargjaldatekjur dekka um 31% af heildarrekstrarkostnaði við Strætó á höfuðuðborgarsvæðinu fyrstu níu mánuði ársins sem er heldur hærra en það var á sama tíma 2018 (25%).“ — Q3 uppgjör Strætó

🚌 Eitthvað hringl á landsbyggðarstrætó. Sveitarfélögin hafa staðið undir þessu fjárhagslega séð, en Strætó séð um rekstur. Vegagerðin (ríkið) tekur við þessu þar sem sveitarfélögin sjá þetta ekki ganga upp. Svona þjónustur fara oft í hættulegan spíral þar sem þjónusta er slök, verðið of hátt og þessvegna fáir notendur — og þá rýrna tekjurnar og þjónustan lækkar aftur (on and on). Stóra spurningin er hvort við viljum hafa flotta tímatöflu og verðskrá fyrir þetta eða ekki. Miðjumoð skilar engu. Link


Erlent

🛣 Hraðbrautarkerfið í Bandaríkjunum (e. interstate highway system) var á sínum tíma risavaxið innviðaverkefni og sterasprauta fyrir hagkerfið. Það eru svo mikil verðmæti í því að tengja saman landshluta. Link

☠️ Sjálfsmorðstíðni og þunglyndi tengt við loftmengun. Link

4️⃣ Fjögurra hæða byggingar með „courtyard“ (opið svæði í miðjunni) eru hagkvæmastar útfrá útblæstri. Hefði haldið að það væri gott að byggja ennþá hærra, en svo er ekki samkvæmt þessari rannsókn. Sjá twitter þráð með myndum. Link

🛴 Góð framtíðarspá fyrir rafhlaupahjólaleigurnar (Bird, Lime o.fl.). Útskiptanlegar rafhlöður, endingarbetri tæki, skútur með sætum og nánara samstarf við borgaryfirvöld um færri tæki í hverri borg. Link

🇳🇴 Norsarar að setja rannsóknarpening í „Urban Sharing“. Link

🚙 Kvótakerfið fyrir útblástur á seldan flota bifreiða í Evrópusambandinu er … mjög flókið. En það er að virka! Link

🙅🏻‍♂️ WTF. Rafhlaupahjólafyrirtæki í San Francisco falsar verklagssamning. Link


Twitter


Over and out! 👋🏻

Í guðanna bænum followið mig á Twitter.

Reykjavík Mobility 24. útgáfa

Hæ Reykvíkingar,

Í þessari útgáfu fjalla ég um Miklubrautarstokkinn, samgöngupassa í Ausberg, rauntímaskjái í strætó og neðst í póstinum hef ég með hjálp Streetmix komið með dæmi að breytt skipulagi á Hringbraut í Vesturbæ.

Ég sat í panel á Skipulagsdeginum 2019 sem var haldinn á föstudaginn. Þar tókst mér að gera mig algjörlega óskiljanlegann í lokaorðum þegar ég lagði til að við hættum að horfa bara á bílaflota í hinum svokölluðu orkuskiptum og færum að hugsa um rafhjól en líka lyftur. Ég lengdi ekki mál mitt þarna og sá á svipnum á fólki að þetta var ekki mjög skýrt. Það sem ég á við er að það megi þétta byggð og nota lyftur til að færa fólk á milli áfangastaða í meira mæli í stað þess að fólk fari alltaf alla leið á bílum. Lyftur eru knúnar raforku. Þetta er bara önnur leið til að tala um þéttingu byggðar í samhengi við ferðavenjur. Notum raforkuna!

kv Jökull Sólberg


Að færa vandamálið á milli hæða og hverfa

Hilmar Þ. Björnsson ritar grein um Miklubrautarstokkinn. Stokkurinn er risastór hluti af Samgöngusáttmála, 22 millljarðar eða 18% af heildarfjármagni. Áætlað er að framkvæmd ljúki 2026 þá verði yfirborðið sem tengir norður- og suðurhluta gamla Hlíðahverfisins stórbætt með óáreittri umferð neðanjarðar. Umbreytir húsaröðinni næst Klambratúni og mun hafa jákvæð áhrif á loftgæði, flutningsgetu og hverfið almennt.

Hilmar furðar sig á framkvæmdinni. Lausnin segir hann að dreifa frekar vinnustöðum betur um borgina til að draga úr álagi á stakar umferðaræðar. Þá værum við ekki að reyna að bæta við flutningsgetu með því að grafa bíla niður á sér hæð þar sem þeir flæða óáreittir. Hann er reyndar ekki beint gagnrýninn á framkvæmdina sjálfa, heldur telur að við höfum skipulagt okkur í þessar aðstæður þar sem þessi dýra og flókna framkvæmd blasir nú við þó borgin sé ekki fjölmennari en raunin er.

Stefán Benediktsson ritar svaragrein þar sem hann bendir á að framkvæmdin sé nauðsynlegur liður í að draga úr lífshættulegri mengun í Hlíðahverfi.

Að mínu mati er ekkert óeðlilegt við að byggð þróist með sterkum miðbæjarkjarna. Hvort sem það er spítali eða bankastofnun þá er bara prýði af því að stofnanir og rekstur taki sér pláss miðsvæðis innan um mannlíf, þjónustu og aðra staði sem tengjast rekstrinum. Vandamálið er að við sem þjóðfélag erum svo snobbuð að langflestum finnst óhugsandi að þurfa að styðjast við samakstur í strætó eða hjóla í frosti til að komast á milli staða. Það að svara kalli almennings um óendanlegan stuðning við einkabílinn varð til þess að borgarlandið kláraðist áður en hægt var að greiða fyrir frekari umferð. Nú eru komnir „flöskuhálsar“ sem flestum hugnast að troða út til að stjana áfram við bílinn eins og trekt í gæs. Aðrir horfa til þess að dreifa áfangastöðum um borgina til að hægt sé að nýta akreinar allan daginn í báðar áttir.

Dreifing vinnustaða er verkfræðilega snjallt ef markmiðið er að leysa úr umferðarhnútum. Sömuleiðis er stokkur ágætis leið til að auka umferðarflæði og beina mengun frá mannlífi og byggð. En afhverju ekki að höggva á þennan hnút með alvöru samgöngum sem bæta flutningsgetu margfalt fyrir brot af þeim framkvæmdakostnaði sem liggur fyrir?

Sumir vilja færa vandamálið á milli hverfa. Aðrir vilja færa það neðanjarðar. Það eru til lausnir til að auka flutningsgetu í borg: Strætó og hjól. Verkfræðingarnir og aðrir snillingar eru oft að vinna að frábærum lausnum við vitlausu spurningunum.

-

(Björn Teitsson skrifaði pistil Janúar 2019 um Miklubraut og kemst að sömu niðurstöðu. Mér fannst þetta frekar radical hugmynd þá, en í dag finnst mér ekkert annað koma til greina en að endurskipuleggja Miklubraut án stokks. Kannski til marks um hversu hratt skynsama miðjan er að ferðast í átt frá bílnum, og auðvitað líka hvað Bjössi og annað baráttufólk hefur verið langt á undan sinni samtíð í mörg ár.)


Innlent

💸 🚲 Viðbrögð við drögum að niðurfellingu VSK á hjólum og rafhjólum voru fyrst og fremst jákvæð. Margir spurðu sig hinsvegar afhverju hjól fá bara niðurfellingu upp að 100.000 kr verði en rafhjól 400.000 kr. Link

⚡️ Í október voru rafbílar 15% og tengiltvinnbílar 13% af nýskráningum á fólksbílum. Samtals 28% sem er nokkuð gott — Noregur þó langt á undan öllum öðrum með 58%. Link

🚍 Einhverjir Strætóar bráðum komnir með rauntímaupplýsingar á skjái. Bara eins og erlendis. Link

🛴 Mi rafhlaupahjólin í innköllun. Link


Erlent

💡 Low-Clearance Rapid Transit: Hugmynda-útfærsla á Borgarlínu með lágreista vagna sem þvera akbrautir neðanjarðar án þess að það þurfi mikinn uppgröft. Link

🇩🇪 Nurnberg hyggst breyta bílastæðahúsi í rafskútugeymslu. Link

🚌 Áhugaverð tölfræði sem styður það að mikilvægara sé að auka tíðni strætóa frá 30 í 15 mínútur en 15 í 10. Link

🏍 Cake er Sænskt ættað raf-bifhjól, framleitt í Taiwan. Gríðarlega extendable platform með allskyns vöggum og uppfærslum. Kúl design. Link

🇬🇧 TfL (Travel for London) íhugaði að leyfa Lyft appinu að aflæsa og greiða fyrir Santender hjólin. Hætti svo við. Telja sig betur borgið með eigið app áfram. Ekki spurning að Lyft og Uber eru að reyna að búa til „walled garden“ upplifun þar sem allt mobility er í þeirra appi. Ef þú átt notandann þá hefurðu mikið power. Link

🇩🇪 … on that note. Borgaryfirvöld í Augsburg reka strætó, tramma, lestir, snattbíla og hjól undir sama nafni. Nú er hægt að kaupa mánaðarpassa og fá aðgang að þessu öllu (svipað og Whim í Helsinki) á €79 á mánuði. Link

🛴 Fullt af tölfræði um rafhlaupahjól í Austin. Milljón manns, 18 þús rafhlaupahjól og 500 þús ferðir á mánuði. Ekki nema 2-3 ferðir á dag per hjól samt. Góður vöxtur og mikil samkeppni. Link

😲 Riese & Muller Supercharger2 er algjörlega truflað hjól. Link

Image result for riese supercharger 2020 review

Streetmix

Hringbraut í Vesturbæ er cirka 27 metra breið. Í dag er skipulagið tvær akreinar í sitthvora áttina, bílastæði beggja megin og fremur þröngar gangbrautir. Þetta þarf ekki að vera svona. Tólið Streetmix leyfir notanda að skipuleggja sneiðmynd á götu.

Hérna er dæmi um skipulag sem gæti passað á Hringbraut í Vesturbæ.

Skoðum aðeins Miklubraut. Hérna er vegkafli þar sem á að koma stokkur. Bláa strikið sýnir breidd á vegkafla, um 31 metrar. Eins og sést á myndinni þá þrengist talsvert hjá Rauðarárstíg.

Skipulagið hér fyrir neðan er 26 metrarar á breidd sem passar á flestum vegköflum.

Hægt væri að endurskipuleggja götuna svona:

Flutningsgetan er 46% meiri á seinni myndinni þrátt fyrir að það séu helmingi færri akreinar fyrir bíla. Í báðum tilfellum er gatan 26 metra breið. Á seinni myndinni er aukið rými fyrir gangandi og hjól.


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 23. útgáfa

Í vikunni sem leið voru drög að frumvarpi um niðurfellingu á virðisaukaskatti hjóla, rafhjól og léttra bifhjóla birt á samráðsgátt

Ef frumvarpið verður samþykkt munu rafhjól fá allt að 96 þúsund kr. virðisaukaskatts niðurfelldan af hverju tæki í smásölu og rafhlaupahjól eða venjuleg hjól fá 24 þúsund kr. felldar niður. Allar innsendar umsagnir hingað til eru athugasemdir um að 24 þúsund kr. niðurfelling þurfi að vera aukin. Kerfið svipar til niðurfellingar sem raf- og tengiltvinnbílar njóta. Upp að ákveðnu þaki á söluverði er VSK felldur niður. Ef neytendur vilja fara í mjög dýr tæki er stuðningurinn ekki eins hár. Þannig fengi neytandi hjól á 100.000 kr og rafhjól á 400.000 kr með engum VSK. 

Í frumvarpsdrögunum má líka finna eftirfarandi tillögur

  1. framlenging og hækkun á hámarkshlunnindum rafbíla

  2. niðurfellingu ívilnana fyrir tengiltvinnbíla árið 2021

  3. leiga á hreinorkubílum verði ekki virðisaukaskattskyld þjónusta

Hvernig hefur vöxtur í sölu rafhjóla verið til þessa?

Nú eru septembertölur komnar frá tollinum og við getum rýnt fyrstu þrjá ársfjórðunga þessa árs, gert okkur í hugarlund hvernig árið endar og hvað er í vændum á næsta ári. 

Rafhjól falla undir tollanúmerin 87116010 og 87116090. Það inniheldur Reiðhjól B, C og létt bifhjól 1 og 2 (rafhjól, létt bifhjól undir 4kW og rafhlaupahjól).

Það sem vekur athygli er hvað þróun á fjölda annarsvegar og farmverðmæta hinsvegar hefur verið ólík frá árinu 2018. IKEA hjólin voru flutt inn 2017 og 2018 en mig grunar að þau hafi skekkt annars jafnari þróun á rafhjólamarkaðinum. Þar eru líklega um rúmlega 1,000 hjól flutt inn talsvert undir meðalverði þessa flokks. Nú hefur IKEA hætt sölu og aðrir tekið við þessum markaði. Meðalverðmæti hvers tækis hefur í kjölfarið hækkað úr 58 þús árið 2018 í 97 þús það sem af er ári (67% hækkun). Rafhlaupahjólin koma svo sterk inn 2019 en tekst samt ekki að halda niðri meðalhækkuninni. Kannski er önnur skýring á þessu mikla stökki í verðmæti hvers tækis. 

Athugið að innflutningsverðmæti endurspegla ekki nákvæmlega söluverð, því þar vantar virðisaukaskatt og álagningu.

Hvert stefnir salan fyrir þetta ár?

Innflutningur hjóla er mjög árstíðabundin. Í lok þriðja ársfjórðungs síðustu tveggja ár hafa að meðaltali 95% rafhjóla og hjóla verið flutt inn það árið. Ef við notum þennan stuðul til að spá fyrir um magn innfluttra hjóla fyrir árið 2019 þá stefnir í 9% samdrátt í innflutningi (17% samdráttur rafhjóla, 8% samdráttur hjóla). 

Sé hinsvegar litið til sömu stuðla fyrir verðmæti (FOB tölur) væntum við 46% aukningu í verðmætum innfluttra rafhjóla og 7% hjóla á þessu ári. Hingað til hef ég stuðst við þessar FOB tölur í fyrri póstum.

Nú þegar niðurfelling hefur verði tilkynnt verður líklega hægari sala fram að áramótum vegna þess að fólk frestar kaupum til að fá betri díl. Á hinn bóginn gæti borið á innflutningi í lok árs til að mæta aukinni eftirspurn strax í janúar.

Hversu mikil eða „dýr“ er niðurfellingin?

VSK leggst ofan á söluverð sem innifelur álagningu. Þar sem ég veit ekki hver álagning vörunnar er mun vera flókið mál að áætla hversu „stór“ niðurfellinging er. Það sem flækir þetta enn frekar er að með lægra verði má búast við fleiri kaupendum og að kaupendur leyfi sér flottari hjól. Einnig má gera sér í hugarlund „tískubólu“ eða neytendahegðun sem stýrist af jákvæðu umtali, uppbyggingu stíganetsins og þrýstingi á að neytendur verði meðvitaðri um sótspor sitt með tímanum og horfi þá til þess að breyta ferðavenjum sínum. 

Semsagt: Við getum ekki áætlað nema mjög gróflega hver niðurfellingin verður í krónum talin. Ef við gerum ráð fyrir 20% álagningu á innflutning samkvæmt árstíðaspánni hér að ofan þá væri virðisaukaskattsofninn um 470 m.kr. á þessu ári. Spákonur og nostradamusar geta svo gert sér í hugarlund hversu stór þessi stofn verður á næsta ári. Þetta er um það bil sama fjármagn og borgin hefur sett í reiðhjólastíga á ári. Árið 2018 var stofn virðisaukaskatts af þessum tollaflokkum 383 m.kr

Niðurfelling raf- og tengiltvinnbíla í fyrra var rúmlega 3.035 m.kr. árið 2018, og 2.295 m.kr. árið þar áður. Ekkert nema sjálfsagt mál að hjólin fái að fljóta með ef þetta er sú leið sem ríkisstjórnin vill fara til að stýra orkunotkun og ferðavenjum. Aðrar leiðir eru þó í boði: að draga úr stuðningi við einkabílinn og hækka kolefnisgjaldið enn meira. Þær aðgerðir eru jafn áhrifamiklar og þær eru óvinsælar. Því fleiri sem hjóla þeim mun auðveldara verður að fara í þannig aðgerðir. 


Innlent

🏡 Framkvæmdir við Bústaðaveg stöðvaðar af íbúum. Þarna átti að lengja frárein þannig að úr yrði í raun önnur akrein örfáum metrum frá bakgörðum parhúsanna í Suðurhlíðum. Þarna hefði borgin átt að annaðhvort stöðva þetta á hugmyndastigi eða fara með þetta í samráð við íbúa sem hefðu aldrei samþykkt þetta þegjandi. Link

🚯 Hjólbarðar eru uppspretta 75% af öllu örplasti landsins. Viðbjóður. Link

💨 Niturdíoxíð sem kemur úr bensín- og díselvélum olli því að loftgæði voru „slæm eða miðlungs á nokkrum stöðum [í Reykjavík]“. Viðbjóður. Link

🅿️ Svokölluð vistskífa veitir raf-, tengiltvinn-, vetnis- og tvinnbílum aðgang að 90m gjaldfrjálsu bílastæði í miðborginni. Skipulags- og samgönguráð hefur samþykkt að á næsta ári verði þetta bara raf- og vetnisbílar. [Disclaimer: Ég vann að skýrslu sem samgöngustjóri lagði til grundvallar þessarar tillögu]. Link

🇮🇸 Kolefnisreiknir.is leyfir notendum að átta sig á fótsporinu sínu og hvaðan það kemur. Flugferðirnar tikka hratt inn. Link

🚌 Snilldar kort frá GitHub notandanum @ragnarheidar sem sýnir nýja Strætó leiðarnetið og hvar skiptistöðvar ná 400m göngufjarlægð inn í íbúahverfi. Þetta er snjöll framsetning á þjónustustiginu. Link

🏴‍☠️ Pistill frá Sigurbjörgu Pírata í Kópavogi um Samgöngusáttmálann. Þau gagnrýna að Sáttmálinn hafi verið afgreiddur án samráðs við borgara og minnihlutaflokka. Gagnrýna jafnframt að ennþá fái bíllinn of mikla meðgjöf til að ferðavenjur breytist. Link

🚘 Bílgreinasambandið elskar að tala um hvað bílaflotinn er orðinn gamall. Þetta er algjört rugl. Endurnýjun síðustu ára hefur verið mjög mikil. Link

Fyrir áhugasama þá hafa nýskráningar þróast nákvæmlega svona eftir hrun (sjá „sveigjanleikann“ 2009-2013):

💸 „Hversu mikið eyðir þú í samgöngur til og frá vinnu?“. Vel heppnað hackathon verkefni sem tekur tvö heimilisföng og reiknar kostnað og útblástur mismunandi samöngumáta. Link

🤓 Gísli Marteinn bendir á að breidd Hringbrautar í Vesturbæ ber vel sannkallaða borgargötu þar sem mannlíf fær forgang. Link

Erlent

↕️ Útdráttur úr nýrri bók sem dregur úr mikilvægi sjálfkeyrandi bíla og varpar ljósi á mikilvægi strætóa, hjóla og lyftunnar sem leyfir okkur að byggja þéttar. Hafði ekki hugsað um lyftur sem samgöngur áður. Góð grein. Link

⚙️ Rafbílar eru rafhlöður með fimm sæti. Rafhlaðan er hlægilega þung og þarf að vera stór til að í raun bera sína eigin þyngd, rétt eins og eldsneytistankur flugvélar þarf að rúma stórfenglegt magn af eldsneyti til að koma vélinni (of restinni af eldsneytinu!) á loft. En þróun í mótorum fleygir einnig fram þó þeir séu ekki aðal atriðið. Eitt af því sem sumir framleiðendur eru að skoða er að hafa fjóra mótora fyrir hvert hjól í stað þess að hafa einn miðlægan. Býður þetta mögulega upp á fullkomnari stjórn á bifreiðinni. Link

💨 London er með ultra low emission zone sem hefur dregið úr 29% af NO2 mengun sem annars væri. Link

🚲 New York ætlar að setja mikið fjármagn í að bæta hjólastíga næstu 10 árin. Link

🛑 Samantekt á Minneapolis og Seattle sem hefur báðum tekist að draga úr umferð meðfram fólksfjölgun. Vancouver er önnur slík borg sem má líta til. Ég tel ekki líklegt að umferðarstokkar hafi verið hluti af neinni lausn hér. Link

🏍 Revel, leiga fyrir létt bifhjól, var að opna í Austin. Væri svooo til í svona í Reykjavík. Er sannfærður um að svona tæki taki á endanum við af rafhlaupahjólunum og komi þá af meiri krafti í staðinn fyrir bíla. Link

🇫🇮 Langferðarlest með barnahorni í Finnlandi. Link

🇬🇧 Rafvæðing hjólasamganga í Bretlandi hefur ekki verið eins hröð og víða annarstaðar í Norður Evrópu. Greinarhöfundur telur það einfaldlega vera vegna forgangsröðunar í gatnakerfi. Link

👨‍👩‍👧‍👧 Grein um mömmur í Minnesota sem elska burðarhjól. Link


Myndin

Vildi bara minna á Transit appið. Það er með Donkey hjólin og fínan stuðning fyrir leiðarkerfi Strætó. Moovit er líka nice. Ekki með Donkey en er með rauntíma GPS fyrir strætóa.


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 22. útgáfa

Hæ Reykvíkingar

Pælingar um áhrif útblásturs á ferðaval. Aðeins flóknara en halda mætti, en að sama skapi skemmtilegt topic. Fréttamolar um nýja bók um strákafyrirtækið Uber, rafhjól á Alþingi o.fl.

kv Jökull Sólberg


Hver er útblástur hvers samgöngumáta? Eitt skemmtilegt dæmi er að ferð á rafhjóli orsakar minni útblástur en ganga vegna þess að útblásturinn sem tengist meðalmataræði er hærri en raforkan sem knýr rafhjól.

Ég rakst á mjög áhugaverða rannsókn um útblástur, ferðaval og fararmáta. Inntakið í greiningunni er að reikna þurfi viðbótar útblástur ekki meðalútblástur á hvern kílómeter hvers farþega (hér er oft talað um PMT eða person miles traveled). Annað geti bjagað skilning fólks á áhrifum þess að velja t.d. lest en ekki flug.

Skýrasta dæmið er lest, strætó og flugvél. Í þessum fararmátum fer mestur útblástur í að færa tækið á milli staða. Í tilfelli flugsins fer mestur útblástur í að koma vélinni á loft og því menga stuttar ferðir meira per kílómeter. En þyngd og farangur hvers farþega bætir afar litlu við. Sama má segja um strætóana. Þeir fara eftir leiðarkerfi og áætlunarakstri og það breytir litlu hversu margir manna hvern strætó.

Nema jú auðvitað áhrifin á leiðakerfið sjálft. Eftir því sem fleiri manna strætóin því auðveldara verður að réttlæta tíðari ferðir, stærri vagna og nýjar leiðir. Þessi rannsókn gerir atlögu að því að meta þessi áhrif.

Hvernig sem á það er litið þá þurfum við Íslendingar að draga úr flugi. Við þurfum að fækka og lengja fríin okkar. Fyrirtæki þurfa að fækka ferðum starfsmanna og hugsa vel um samnýtingu ferða með betra skipulagi. Það að skjótast á fundi og fljúga til baka næsta dag er ekki í lagi.

Einhver sagði að landfræðilega værum við illa stödd hvað varðar útblástur. Ég held þá hafi verið að vísa til þess að við þurfum alltaf að fljúga til að komast í sól og á fundi. En það er einmitt staðsetningin á milli heimsálfa sem dregur að flugsamgöngur sem við sem íbúar njótum svo góðs af.

Image

Það eru gríðarleg forréttindi að fljúga. Þau forréttindi dreifast mjög ójafnt á tekjubilin. Mjög líklega sú tegund af útblæstri sem verður erfiðara að rökstyðja með tímanum.


Innlent

🚲 Alþingi er með rafhjól og rafskútur að láni til að koma sínu fólki á milli funda. Allir vinnustaðir ættu að skoða svona lausnir. Það kostar ekki mikið að kaupa inn nokkur rafhjól. Kannski vantar fyrirtæki til að sjá um rekstur og viðhald á svona örflotum? Link

👍🏻 Álögur á rafhjól minnka um áramót. Kom fram í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta er enn í útfærslu í Fjármálaráðuneytinu. Bíð spenntur eftir fréttum.

Svona hafa innflutt farmverðmæti á hjólum þróast síðustu þrjú ár. Þarna vantar september-desember í 2019. Þetta er ekki mikil fórn í formi niðurfellingar VSK miðað við raf- og tengiltvinnbíla.

Erlent

🇫🇷 París er að gera magnaða hluti. Tekist hefur að draga gríðarlega úr bílaeign, umferð og bílastæðafjölda. Örflæðisvæðingin er mjög hröð. Fólk fær aðstoð við að fjárfesta í rafhjólum en það er líka hægt að leigja flott hjól til lengri tíma. Aukning á hluti hjólandi í umferð er 54% á milli ára. Uber hefur hafið samstarf við rafskellinöðruleigu og nú er hægt að leigja þannig tæki í appinu. Lengi má góð borg batna.

🇺🇸 Chicago ætlar að leggja álögur á ferðir Uber og Lyft til að draga úr umferðarteppum og fjármagna forgangsreinar strætóa. Link

🗽 New York lokaði 14. stræti. Nú er búið að mæla hver áhrifin á umferð annarstaðar á Manhattan er. Niðurstaðan: Umferðin gufaði upp og er óbreytt á nálægum götum. Life finds a way. Link

🤳🏻 Ný bók sem ber titilinn Super Pumped er komin út. Hún er um Uber og stofnandann sem Travis Kalanick var bolað út. Bókin virðist pastlega gagnrýnin og skýtur föstum skotum á tæknibjartsýnina sem hefur loðað við marga tæknirisa frá Silicon Valley. Link

🇦🇹 Dæmi um endurhannaða götu þar sem bílastæðum var fórnað. Link


Myndin

Mjög nettur þráður um það hvernig hjól tvinnast sögu kvenréttinda. Link


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 21. útgáfa

Hæ Reykvíkingar

Ég hef verið að garfa í gögnum um nýskráningar fólksbíla til að reyna að átta mig á því hvar við stöndum í samanburði við aðrar þjóðir. Læt stuttan pistil þess efnis fylgja.

kv Jökull Sólberg


70% af nýskráðum fólksbílum eru bensín- eða dísilbílar í þriðja ársfjórðungi (fólksbílar). Langsamlega besti ársfjórðungurinn hvað varðar hlut hreinorkubíla. Samt ekki nema 30% af nýskráningum.

Bílaflotinn á langt í land með orkuskipti. Svona hefur þetta þróast. Aðeins rafbílar eru alveg grænir í akstri (fyrir utan mögulega metan- og vetnisbíla). Talsverð losun fylgir hinum.

Samkvæmt gögnum á Orkusetur.is hefur samanlagður hlutur raf- og tengiltvinnbíla verið 21%, 17% og 30% í nýskráningum fólksbíla síðustu þrjá ársfjórðunga. Höfuðborgarsvæðið hefur verið með um 20-30% hærra hlutfall en landsbyggðin. Í Noregi var hlutur rafbíla aftur á móti 54% á seinasta ársfjórðungi. Þar eru öflugar ívilnanir, en meiri fókus á rafbíla og minni á tvinn- og tengiltvinnbíla. (Ég set smá fyrirvara á gögnin frá Orkusetri, þau virðast ekki samræmast mánaðarskýrslum frá Samgöngustofu. Er að reyna að komast til botns í því.)

Nýskráðir bensín- og dísilbílarnir verða líklega ennþá á götunni árið 2036, sumir enn lengur. Þetta eru þúsundir bíla á hverju ári fyrir litla landið sem á Evrópumet í bílaeign per heimili. Árið 2036 hafa liðið 6 ár síðan við ætluðum að vera búin að helminga útblástur frá árinu 2017. Það eru góðar líkur að heimurinn verði kominn framúr 1,5° hækkuninni á þessu tímapunkti. Við berum hlutfallslega meiri ábyrgð á þessari þróun en aðrir. Það er einfaldlega af því við erum rík og höfum hreiðrað um stóriðju á síðustu 30 árum þó eflaust sé eitthvað af henni betur sett hér innan um vatnsfallsorku.

Samkvæmt mínum útreikningum verður hlutur raf- og tengiltvinnbíla ekki nema 42% af fólksbílaflotanum árið 2036. Er ekki einföld loftslagsafneitun að flytja þessar bensín- og dísilbifreiðir inn þegar aðrir kostir eru í boði? Tvenn rök:

👉🏻 Í fyrsta lagi sást eftir hrun að það er mikill sveigjanleiki í endurnýjun bílaflotans. Það er hægt að færa kostnað í viðhald og halda bara bílum lengur á lífi. Nota bara það sem við höfum og keyra minna. Á árunum 2009 og 2010 fluttum við inn færri en 2000 bíla á ári. Það sem af er ári hafa verið fluttir inn 2.200 raf- og tengiltvinnbílar.

Í öðrum orðum: Við höfum nýlegar sögulegar sannanir fyrir því að við þurfum ekki hina bílana. Það er hægt að lifa af nokkur ár án mikils bílainnflutnings. Við erum nýlega komin úr mikilli endurnýjunarsveiflu þar sem að meðaltali 13 þúsund bílar voru fluttir inn á ári á árunum 2016-2018. Nýskráning fólksbíla á árunum 2008-2018 var u.þ.b. 8.000 bílar á ári.

👉🏻 Í öðru lagi styttist í stóraukið framboð á rafbílum. Evrópusambandið er að herða verulega kröfur á framleiddan flota hvers bílaframleiðanda. Væntur akstur flotans sem er framleiddur og seldur þarf að vera undir ákveðið mörgum grömmum af CO2 í útblæstri per kílómeter. Framleiðendur eru að bregðast við þessu. Volkswagen er að opna nýjar verksmiðjur tileinkaðar rafbílum og Toyota ætlar loksins að færa sig í hreina rafbíla. Tengiltvinnbílarnir eru ekki nóg til að standast nýju viðmiðin.

Afhverju erum við að leyfa nýskráningar á bílum sem krefjast innfluttra orkugjafa? Árið 2020 mun framboð rafbíla stóraukast. Bönnum allt nema raf- og tengiltvinnbíla strax í dag.


Innlent

🚌 Einstaklega gott viðtal við fjóra fastráðna strætóbílstjóra sem eru allir innflytjendur. Hrós á Fréttablaðið sem hefur verið með mikið af vandaðri umfjöllun sem varpar ljósi á bíllaust þjóðfélag. Link

Erlent

🗽 Eftir vel heppnaða lokun fólksbílaumferðar á 14. stræti Manhattan eru fleiri og fleiri að velta því fyrir sér afhverju þetta sé ekki gert á allri Manhattan. Gott dæmi um svæði þar sem bíllinn tekur meira en hann gefur. Link

🎙 Podcast viðtal um bókina Invisible Women. Hönnun í samgöngum er mjög karllæg. Link

🛵 Yamaha er loksins að fara full force í örflæði. Mjög flott hjól. Smastarf við Gogoro um skiptanlegar rafhlöður og hleðslustöðvar. Link

🙅🏻‍♂️ Karlkyns Uber bílstjórar þéna meira, einfaldlega af því þeir keyra hraðar. Link

📍 Pittsburgh hefur boðið út Zipcar, hlaupahjól, rafhjól og hugbúnað til að tvinna þetta saman við almenningssamgöngur í eina heildræna lausn. Mjög áhugaverð nálgun á MaaS (mobility as a service). Link

Twitter


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Loading more posts…