Reykjavík Mobility 14. útgafa

Hæ Reykvíkingar,

Ég var smá drama queen í Stundinni, með grein um hversu alvarlega eftir á við erum þegar kemur að skuldbindingum Parísarsáttmálans. Ég var svo í Vikulokum á Rás 1 með góðu fólki þar sem farið var yfir fréttir vikunnar.

kv Jökull Sólberg


Réttur öflugri rafhjóla

Nú er ég búinn að nota rafhjól sem „bíl númer tvö“ í smá tíma. Rafhjól er ekki dýrt hjól heldur ódýr bíll. Lítill mótor fyrir stuttar ferðir í borg. Ég er svo heillaður að ég er strax farinn að hugsa um næsta hjól—eitthvað stærra og enn flottara. Nú er ég kominn á bragðið og vil meiri kraft til að koma mér enn hraðar á milli staða. Afhverju er bíll með óheftan aðgang og „sport mode“, en hjólið mitt á lögum samkvæmt að slá út mótornum þegar ég er kominn í 25km/klst? Afhverju er ég takmarkaður við 250W en mótor í rafbíl er 20kW?

Rökin í umferðarlögum eru þau að bifhjól ógna öryggi- og öryggistilfinningu gangandi og annara hjólandi á gang- og hjólastígum—þar sem þau eru leyfð. Öflugri rafhjól eru skilgreind létt bifhjól í flokki II. Hvernig er þessi flokkur frábrugðinn reiðhjóli?

 • Það er gerð krafa um að mótor slái út í 45km/klst og rafmótor skili innan við 4kW af afli 

 • Það þarf að tryggja það — iðgjöld upp á 80 til 120 þús á ári

 • Það þarf að götuskrá hjólið með blárri plötu

 • Hjólið má ekki nota göngu- og hjólastíga

 • Krafa um baksýnisspegil vinstra megin á stýri (…nema ég sé að misskilja eitthvað)

Þetta er skrýtið tæki. Of öflugt fyrir hjólastíga og of takmarkað fyrir hraðbrautarakstur innan um þunga bíla á miklum hraða. Er einhver innstæða í þessum tækjum?

Ég velti því fyrir mér afhverju bílstjórum er treyst til að virða hámarkshraða í umferð, en öflugri rafhjólum er ekki treyst til að virða 25km/klst hámarkshraða á gang- og hjólastígum. Sömuleiðis skil ég ekki afhverju 45 km/klst er hámark innan um bíla sem fara oft mun hraðar.

Pósturinn fer í kringum þetta með því að hafa hjól í flokki II, en stillir hraðann á þeim fyrirfram til að gefa sumum hjólum aðgang að gangbrautum og öðrum hærri hámarkshraða, eftir því hvaða leið þau eru að fara. Ég geri svo ráð fyrir að bílstjórar séu látnir vita hvort hjólið sé í gangbrautarstillingu eða ekki eftir því hvort hámarkshraðinn er 25- eða 45 km/klst. En þarna er tæki með 4kW mótor. Samgöngustofa virðist hafa gefið þessu fyrirkomulagi grænt ljós. Fólkinu er treyst. Samkvæmt umferðarlögum er þetta strangt til tekið lögbrot. Pósturinn á mikið lof skilið fyrir að veðja á þessi hjól. Þetta er minni útblástur og póstburður er mun hraðari en á smábílum eða gangandi hvern einasta kílómeter. Samgöngustofa á líka lof skilið fyrir þessa túlkun í þágu betri borgar og hagkvæmari þjónustu fyrir alla.

Framboð á flokki II í hjólreiðaverslunum er verulega takmarkað. Örninn var með hjól í flokki II á vefsíðunni sinni (Commuter+ 8S). Það var merkt uppselt og var svo tekið út af heimasíðunni. Getur verið að Örninn hafi ekki vitað að það þyrfti að tryggja og skrá hjólið? Eða hafði fólk ekki áhuga á hjóli sem má ekki vera á hjólastígum? Ég hef líka heyrt af 750W hjóli sem festist í tollinum. Einhverjir eru að flytja inn öflugri mótora og búa til eigin pírata rafhjól sem eru 500W+ án hraðatakmarkana. Fáum er ógnað af þessum hjólum.

Það er kappsmál að greiða úr þessum flækjum og skerpa á lögunum. Gefum öflugum hjólum aukið svigrúm. Höfuðborgarsvæðið er skipulagt þannig að íbúabyggð, vinnustaðir og þjónusta er langt í burtu. Brekkur og vindur taka sinn toll. Öflugri hjól stytta þessar vegalengdir.

Mín tillaga er eftirfarandi:

 1. Bætum við umferðarlögin undanþágu um afl- og hraðatakmarkanir á öllum reiðhjólum og bifhjólum undir 50 kg. 

 2. Treystum þeim sem hjóla til að velja sér réttan hraða. Sama á við um bíla.

 3. Tryggjum að nýir hjólreiðastígar styðji þægilegan framúrakstur í báðar áttir. 

 4. Höldum skráningar- og tryggingarskyldu til að einfalda eftirlit, tölfræði og tryggingamál.

Gerum létt farartæki eins aðlaðandi og hugsast getur til að gera bílinn eins „optional“ og hugsast getur. Hámörkum virði og notkun hjólastíga.


Innlent

🛴 Það lítur út fyrir að a.m.k. ein önnur rafhlaupahjólaleiga fari í gang innan tíðar. Ber heitið Juice og er að nota Wunder Mobility fyrir utanumhald. Link

🚧 Eigendur Dill skjóta föstum skotum á borgina og segja umfangsmiklar framkvæmdir á Hverfisgötu hafa verið „martröð“ fyrir reksturinn. Borgin styðst við tölfræði sem sýnir að aukinn hlutur gangandi og hjólandi hafi jákvæð áhrif á þjónustu og verslun. Að sama skapi hljóta framkvæmdir sem raska allri umferð að hafa neikvæð áhrif. Ég finn til með rekstraraðilum. Verktakar og borgin þurfa að gera þetta eins snyrtilega og hratt og mögulegt er. Kröfur um bætt samráð eru réttmætar. Link

🚘 Afhverju er mbl með sér bílablað? Þarf sér blaðamann til að fjalla um tækninýjungar, sportbíla og hvaða litur er vinsælastur á nýjum bílum? Link

💸 B&L er með ný bílalán. Kjörin virðast góð, en þeir ná þessu með því að gefa ekki afslátt. Allir fá semsagt afslátt nema þeir sem taka lán. What a joke. Link

👻 Night Ride – neonljósa hjólatúr 29. ágúst. Link

👎🏻 Hagsmunafulltrúi stúdenta HR biðlar til nemenda að leggja fyrr af stað í skóla vegna veglokana. Bílismi á hæsta stigi. Hvað með hjól og strætó? Link


Erlent

💸 Uber skilar af sér ársfjórðungsniðurstöðum með svimandi háu tapi. Þetta er tilraun á jaðri kapítalismans. Link

🚲 Íslendingar völdu bílinn og Hollendingar völdu hjólið. Eða hvað? Frábær grein í Guardian um pólitíska hugsuði sem „völdu hjólið“. Mikil barátta og hugsjón að baki. Link

🙍🏼‍♀️ Til að rétta hlut kvenna meðal hjólandi þarf örugga stíga og gatnamót. Link

📉 Hvaða áhrif hefur hraðari úrelding bílaflota, t.d. með hærri greiðslum fyrir förgun á druslum? Rannsókn sem kannar mismunandi vinkla þar á. Greinilega ekki einfalt mál, og ekki endilega ódýr aðgerð í loftslagsbaráttunni. Link

🚕 Beinharðar tölur um umferðaraukandi áhrif Lyft og Uber. Link

📱 Nýir features í Apple Maps í iOS 13. Link

🙄 Tesla villir fyrir neytendum um öryggi á sínum bílum. Bílarnir koma vel út úr árekstrarprófum, en málfar í auglýsingum er villandi og auto pilot er klárlega ekki sjálfkeyrandi búnaður. Link

🇩🇰 Hlutur hjólandi í Kaupmannahöfn var „bara“ 36% árið 2012 en er nú 62%. Tvöföldun frá 2012, og vilja ganga enn lengra. Link

🇩🇪 Berlín er að breyta nokkrum verslunargötum í göngugötur. Lítil skref í rétta átt. Þetta er ekki miðaldarborg og það er meira pláss fyrir bíla en í t.d. Madrid. LinkMyndin

Fæ þessa að láni frá Lilju Karls. Ed Sheeran strætóarnir. Tignarlegt. Heimild


Twitter: @jokull

Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu. 
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 13. útgafa

Hæ Reykvíkingar

Fyrir þá sem hafa ekki verið áskrifendur frá fyrsta fréttabréfi datt mér í hug að draga athyglina að efnistökum fyrri snepla:

Þakka öllum fyrir frábærar viðtökum til þessa. Besta dreifingin er í gegnum Facebook. Ef þið kunnið að meta greiningarnar og linkana þá endilega deilið á FB eða forwardið bara póstinum á samstarfsfélaga og vini.

— Jökull Sólberg


Ætla bara að mæla með frábærri bók um sögu bílsins: Are We There Yet? eftir Dan Albert. Kom út í júní og hefur vakið verðskuldaða athygli. Það er húmor, og skrautlegir karakterar á borð við Henry Ford verða ljóslifandi. Þegar svona bækur koma út er yfirleitt hægt að finna podcast viðtöl við höfundinn, sem er afbragðs leið til að athuga hvort bókin sé þess virði að glugga í.

New Yorker virðist svo hafa unnið mjög stórt „longread“ upp úr þessari bók.


Innlent

🛣 Ólafur Kristinn gagnrýndi hönnun á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu. Málið er að fleiri og fleiri gatnamót í Reykjavík eru hönnuð fyrir fjölþætta notkun og gangandi settir í forgang. Þegar horft er á svona hönnun í gegnum bílrúðuna er erfitt að skilja afhverju er verið að fórna „flæði“ og hraða fyrir bíla. Link

😔 Ekið á heimilislausan mann á hjóli. Lesið atburðarásina í fréttinni. Þarna finnst mér kristallast eitthvað sem loðir við Reykvíska menningu; fyrirlitning á fátækt og bílabræði. Link

💥 Karlmenn slasast nærri fjórum sinnum oftar en konur í umferðarslysum á Íslandi. Link

🖋 Þórarinn Hjaltason ritar grein um fyrirbærið „induced demand“ í samhengi við Borgarlínu. Þórarinn hefur verið áhrifamaður í hönnun gatnakerfis og skipulagsmála á Höfuðborgarsvæðinu í gegnum tíðina. Hann ýjar sterklega að því að efling á gatnakerfinu í þágu bíla sé hin rétta vegferð og Borgarlínuverkefnið síður en svo. Guðmundur Kristján ritar mótsvar og bendir á að tími gatnahönnunar án samhengis sé liðinn. Þórarinn og Guðmundur.

📈 Ítarleg rannsókn um áhrif ýmissa ívilnana á rafbílavæðingu á Íslandi. Fór algjörlega framhjá mér á sínum tíma þegar ég var að skrifa um rafbílavæðingu. Það sem ég sé í þessari skýrslu er að við erum bara alveg fucked hvað varðar skuldbindingar Parísarsáttmálans um útblástur árið 2030, þó við mundum banna sprenghreyfilsbíla strax í dag. Link


Erlent

🛵 Geggjaður Twitter þráður um létt bifhjól og farartæki sem ganga fyrir rafmagni í Kína. Eru að mörgu leiti komin mun lengra. Link

🚙 Áhugavert myndband frá Vox: „The high cost of free parking“. Link

🚗 Innihaldsríkt podcast um bílastæði. Þetta er mjög abstract og góð greining úr smiðju Horace Dediu … gæi sem ég hef gríðarlega miklar mætur á. Eins og Horace segir: „Parking is real estate in hiding“. Link

🛴 Lifecycle greiningar benda til þess að rafhlaupahjólin séu ekki svo umhverfisvæn. Sjálfur hef ég meiri trú á rafhjólum. Þau endast lengur, fara að jafnaði lengri ferðir og leysa þar af leiðandi fleiri bílferðir af hólmi. Aftur á móti held ég að líftími rafhlaupahjóla í flota muni fara úr 1000 ferðum í 10.000 total ferði á nokkrum árum svo að þessi greining mun breytast mikið. Link

💵 Hjólastígar efla staðbundin viðskipti og þjónustu. Link

🧐 Fyrirtækin á bak við sjálfkeyrandi tækni segja að tæknin sé komin … eeeeef við bara drögum aðeins úr þessu flókna „mannlífi“. Ég spáði nákvæmlega þessu í pistlinum mínum um sjálfkeyrandi tækni. Link

🚌 Fyrirtækið Navya ætlar að draga sig út úr þróun sjálfkeyrandi smávagna. Link

🚲 Snjallhjól virðist vera nýjasta nýtt. Link …. og sjálfkeyrandi hjól?


Twitter


Twitter: @jokull

Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu. 
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 12. útgafa

Hæ Reykvíkingar,

Þrjú hjólaslys á skömmum tíma, símasektir og hraðakstur bíla. Vonandi endar þetta ekki í dauðaslysi. Í New York hafa 19 hjólandi látið lífið í umferð það sem af er ári. Reykjavík ber ekki þetta magn hjólreiða með þessu umferðarmagni. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er metnaðarfull og það er fjármagn til að bakka hana upp. En hvaða slagur er unnin ef við getum ekki tryggt öryggi þessa fólks? Viljum við að hjólreiðafólk séu eintómir ofurhugar?

kv Jökull Sólberg — einn áhyggjufullur 😟


Loftslagsmálin eru á oddinum. Hitamet eru mölvuð, jöklar hverfa og fólk spyr sig hvað sé til ráðs að taka. Þegar kemur að ábyrgð Íslands er gott að huga að þessari þrískiptingu:

 1. Parísarsáttmálann: Útblástur fyrir utan ETS kerfi (sjá punkt 2) sem á sér stað á Íslandi.

 2. ETS (e. EU Emissions Trading Scheme): Útblástur í iðnaði þar sem fyrirtæki hafa keypt útblástursheimildir. Þarna er álið, kísill og flugsamgöngur — stærstu uppspretturnar hér heima.

 3. Fótspor á innfluttum vörum: Útblástur sem á sér stað fyrir innflutning á vöru fer ekki í Parísarbókhaldið okkar af því útblásturinn á sér stað annarstaðar.

Þegar kemur að skuldbindingum Parísarsáttmálans þá vegur útblástur frá notkun biftækja þungt. Hvað með orkuskipti bílaflota? Átti það ekki að vera nóg? Það er sjálfsagt skref til að draga úr staðbundnum útblæstri. En framleiðsla bíls felur í sér mikinn útblástur og rafbílar enn meiri. Vinnsla á hrávöru sem fer í gatnagerð er orkufrek og henni fylgir gríðarlegur útblástur. Í báðum tilfellum sleppum við með skrekkinn á Íslandi þar sem útblásturinn er kominn á bókhald annara þjóða. Ætlum við að horfa framhjá þessu öllu þegar aðrar samgöngulausnir eru í boði og loftslagið umturnast af mannavöldum?

Fyrir utan skipulagið sem fylgir einkabílaeigu — og öfugt; þ.e.a.s einkabílaþörfin sem fylgir dreifðri byggð. I literally can’t!


Innlent

🏘 Dagur Bollason ritaði vandaða grein í Kjarnann um að lóðabruðli sé hvergi nærri lokið. Link

🛣 Lemúrinn rekur tilurð hraðbrautastefnunnar sem er enn við lýði í Reykjavík. Ljósmyndin af Miklubraut er mögnuð. Link

☠️ Myndband af sturluðum glæfraakstri á Sogavegi. Link

✋🏻 Gísli Marteinn bendir á að götum sem hefur verið lokað fyrir umferð í Reykjavík blómstra. Link

🚌 Upplýsingar um nýja greiðslukerfið sem Strætó vinnur að. Hægt verður að borga með því að skanna kort eða QR kóða og nota einfaldlega snertilaus greiðslukort. Nice. Link

👮🏼‍♀️ Lögreglan er að sekta fleiri bílstjóra sem nota snjallsíma undir stýri. Það gerist eitthvað við framheilann þegar hann stýrir bíl — hann krumpast eitthvað. Link

💥 Tvisvar ekið á hjólandi á einum degi. Hrós á blaðamann fyrir að tala ekki um að hjól hafi farið í veg fyrir bíl eða e-ð þannig rugl. Link … og þriðja slysið á einni viku … Link

♿️ Svo virðist sem vagnstjórar Strætó séu ekki vel meðvitaðir um skyldur sínar, í þessu tilfelli gagnvart notendum hjólastóla. Gæti þetta haft eitthvað með það að gera að Strætó notar starfsmannaleigur til að manna þessar stöður? Link

🚲 Fyrirtækið City Bike keypti WOW hjólin úr þrotabúi og stefnir á flotarekstur. VB og mbl.is

👴🏼 Þórarinn Hjaltason færir rök fyrir því að við þurfum breiðari hraðbrautir fyrir bíla. Sem betur fer eru engin slík áform uppi nema Vegagerðin fari í algjört stríð við höfuðborgina. Þórarinn er kickin’ it old school. Link


Erlent

⏱ Hvort er betra að vera með stóra vagna á stofnleiðum eða marga litla vagna sem þræða minni götur? Stórir vagnar, hands down. (Færsla frá febrúar 2018) Link

😵 Fleiri Bandaríkjamenn hafa látið lífið í umferð en í báðum heimsstyrjöldum. Link

🛴 Ninebot Segway „the missing manual“ — allskonar tips and hacks fyrir vinsælasta rafhlaupahjólið í dag. Link

🤓 Kitchener Urban Design Manual. Super duper nördadæmi. Mikið af útskýringarmyndum. Link


Twitter


Twitter: @jokull

Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu.
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 11. útgafa

Hæ Reykvíkingar

Svaka fínt og langt viðtal við mig á mbl.is. Finnst það koma vel út, endilega kíkið á strákinn. Miðbakki opnaði um helgina og það var bullandi stemning. Smári McCarthy fangar þetta:

Þarna er mjög nice körfuboltavöllur, allt sem þarf fyrir matarmarkað og skatepark. Mannlíf > Bílastæði. Það þurfti að fórna 144 bílastæðum fyrir þetta verkefni.

Ég fór að velta fyrir mér hvort að Hlemmur Mathöll hefði ekki hækkað virði á svæðinu í kring. Fjárfestingar í borginni eru að skila sér til rekstraraðila og eigenda á húsnæði. Gagnrýnisraddir um svona verkefni gleyma oft að taka svona jákvæð ytri áhrif með í reikninginn. Hinn goðsagnakenndi Ban Thai er a.m.k. að stækka við sig. Meiri borg!

— Jökull Sólberg


Því er stundum varpað fram að bílastæðum sé að fækka í Reykjavík. Ég fékk gögn um tegundir og gjaldtöku á bílastæðum hjá LUKR. Það er hægt að sjá þetta allt á Bílastæðasjánni, en ekki þróun yfir síðustu ár.

Staðreyndin er sú að bílastæðum er að fjölga (+1,38%) en hefur ekki haldið í við fjölgun íbúa (+5,00%) sé miðað við tímabilið 2016-2018.

Bílastæðin eru „ground zero“ fyrir skipulagspólitíkina. Þau eru súrefnið fyrir einkabílinn: ef það er ekki pláss fyrir kyrrstæðan bíl á áfangastað þá ertu ekki að fara að nota hann. Samkvæmt síðustu ferðavenjukönnun 2017 var skipting fararmáta 76% bíll, 6% hjól og 4% strætó. Þau sem vilja breyta ferðavenjum vilja flest fækka bílastæðum og auka gjaldtöku. 15% af borgarlandi fer undir bílastæðin og enn meira í mannvirki sem tengjast þeim. Þetta eru verðmætar byggingarlóðir í felum ef við drögum úr bílastæðaþörf.

EDIT: Sérfræðingar í framsetningu gagna höfðu samband og bentu réttilega á að súlurit skulu ávallt vera með Y-ás sem byrjar á núlli. Þetta var mjög ruglingsleg framsetning hjá mér sem kom í emaili og ég birti ég aðra framsetningu á sömu upplýsingum. (Áður var súlurit með bílastæðafjölda og overlayed línurit á öðrum Y-ás, báðir shiftaðir frá núlli … 🤦🏻‍♀️).

Bílastæði á íbúa voru 1,41 árið 2016 en eru nú um 1,36. Ég tel víst að það vanti Hafnartorg inn í þessu gögn — 1160 bílastæði. Með þeim færi þessi vísir aftur upp í 1,37.

Gjaldskyldum stæðum hefur fækkað um 13% á tímabilinu 2016-2018. Það eru 3,4 bílastæði á hverja íbúð og 1,7 á hvern skráðan bíl, en sveitarfélagið tekur auðvitað á móti mikið af umferð á morgnanna sem eykur svo á þörfina.

Nokkrir pistlar birtust um leigubílafrumvarpið sem ég fjallaði um í útgáfu #3, 18. maí. Það sem hnýtt hefur verið í er að mælar þurfa að vera sýnilegir í bifreiðum nema búið sé að semja um verð fyrirfram. Þetta þykir pennum í Fréttablaðinu vera til marks um að verið sé að hindra Uber og Lyft. Ég er ekki viss um að þetta standist skoðun vegna þess að Uber styður einmitt að semja fyrirfram um verð fyrir hverja ferð. Eflaust mætti greiða leið fyrir erlendu risana enn betur, en drögin eru að upplagi viðbrögð við tilskipun EFTA um að opna markaðinn upp.

Ég set ýmsa varnagla á þessa vegferð að gera leigubílaakstur ódýrari og meira aðlaðandi fyrir neytendur. Það mun auka umferð og draga úr atvinnuöryggi heillar starfsstéttar. Uber og Lyft eru stórundarleg fyrirtæki sem tefla á tæpasta vaði kapítalismans. Smá klór í bakkann frá mér … býst ekki við öðru en að þetta fari í gegn og þessi fyrirtæki hefji starfsemi á næsta ári, mörgum til mikillar gleði.


Innlent

🤦🏻‍♀️ FÍB heldur því fram að bílastæðum hafi fækkað í miðbænum — en nýting í bílastæðahúsum er dræm. Hvernig fáum við fólk til að venja sig á að leggja í bílastæðahúsum og hætta að hringsóla í leit að „hinu fullkomna stæði“ beint fyrir framan innganga? Þessi orðræða hjá FÍB er slök. Um 140 stæðum var lokað á Miðbakka en svæðið nýtist betur í mannlíf en kyrrstæða bíla og ekki vantaði aðsókn. Link

♿️ Pawel startaði góðum umræðum um þarfir fatlaðra og hreyfihamlaðra að göngugötum. Á að leyfa umferð P bíla þar? Eitt áhugavert komment þarna er frá Hauki Jóhannssyni. Hann bendir á að kyrrstæðir bílar geta líka dregið úr aðgengi. Link

🌱 Guðmundur Kristján með afbragðs pistil um nýja skipulagið í Elliðaárdalnum og þetta pólitíska ryk sem er verið að þyrla upp. Það er verið að tala um einhverja moldarskafla sem hafa gróið sem náttúruperlu. Komm on! Link

😷 Brilljant tillaga frá grasrótarsamtökum; á gráum dögum þegar mengun er yfir viðmiðum verður búinn til 500m helgunar-radíus í kringum leikskóla þar sem umferð er takmörkuð verulega eða jafnvel bönnuð. Það var einmitt að koma rannsókn á heilbrigðisáhrifum af VW diesel svindlinu. Link

👴🏼 DAGUR ER BÚINN AÐ RÚSTA BORGINNI! er uppáhalds „boomer“ frasinn minn. Samt alveg skemmtilegt viðtal. Link

🏎 Það er ekki nóg að henda upp skiltum til að draga úr hraða í Vesturbænum. Bílar keyra ítrekað yfir græn-flæðis hraða þar sem samstilling ljósa gerir eitthvað gagn og keyra ítrekað yfir hámarkshraða. Við erum orðin samdauna hraðakstri.

„Á umræddum tíma fóru 479 ökutæki þessa akstursleið og því var brotahlutfallið 21%, en meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 67. Á einni klukkustund eftir hádegi í gær voru svo mynduðu brot 76 ökumanna, sem óku Hringbraut í vesturátt, við Brávallagötu. Á umræddum tíma fóru 598 ökutæki þessa akstursleið og því var brotahlutfallið 13%, en meðalhraði hinna brotlegu var 53 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 64,“ segir í stöðuuppfærslu lögreglunnar. 

Mbl, Vísir


🗺 ATH: Ég er að reyna að koma hjólastígum inn í Google Maps, Apple Maps og OSM. Hafið samband ef þið viljið aðstoða eða þekkið til.


Erlent

🚴‍♂️ Ekki nóg með að kyrrstæð hjól taki lítið pláss, heldur rúma hjólastígar mjög þétta umferð — sem útskýrir afhverju 3m breiður hjólastígur getur afkastað meira af farþegaflutningum en fjórar akreinar fyrir bíla. Link

⚡️ Áhugaverð grein um rafvæðingu sem fer „behind the scenes“ í BMW verksmiðju: „Starting in 2021 BMW plans to eliminate up to 50 percent of drivetrain options. About a third of its 133,000-strong workforce has been trained to handle production of electric vehicles--and it's clear that all of today's employees will not be necessary for tomorrow's tasks.“ Link

🚎 BRT lína í Richmond, Virginia fór fram úr væntingum skipulagsfulltrúa hvað varðar notkun. Gott viðtal með mikið af details um það hvernig BRT (Borgarlína) virkar nákvæmlega; t.d. hvernig greiðslur og eftirlit með svindli ganga fyrir sig. Link

💀 19 hafa látist í hjólreiðaslysum það sem af er ári í New York. Frábær grein um ástandið í New York. Óréttlætið gagnvart hjólandi teygir sig til lögreglunnar og réttarkerfisins. Link

🇩🇰 Vinstristjórnin í Danmörku ætlar að rífa upp lestarsamgöngur á milli sveitarfélaga. Link

📈 Það að liður húsnæðis sé að hækka til langs tíma í hlutfalli við ráðstöfunartekjur í norðurhagkerfum er merkilegt fyrirbæri og ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir stjórnmálin. Þetta býr til núning á milli kynslóða og dregur úr efnahagslegum stöðugleika. Hagfræðingar hafa í mörg ár hrist þennan efnahags- og félagsvanda af sér með einhverjum rullum um að það vanti bara meira af húsnæði, framboð og eftirspurn … you know the drill. Sem betur fer er umræðan að færast á betra plan. Link

👩🏻‍🔬 Vetni verður örugglega hluti af kolefnishlutlausum samgöngum borga. Ekki bara rafmagn. Link

😷 Diesel skandallinn rýrði loftgæði verulega. Góður Twitter þráður um helstu niðurstöður úr nýrri skýrslu. Link


Myndin

Höfum landbúnaðarvélar í sveitinni. Þessir trukkar eiga ekki heima í borg.


Twitter: @jokull

Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu. Lífið er likes™. 
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Reykjavík Mobility 10. útgáfa

Hæ Reykvíkingar,

Ég er í Frakklandi í sumarfríi, nánar tiltekið í París og nú á leiðinni í lúxuslegri lest sem fer í gegnum vínhéruð og endar á Vesturströnd Frakklands í Biarritz. París var algjör negla. Fengum gott veður og Parísarbúar eru super nice og skemmtilegir. Örflæðið hefur hertekið Parísarborg. Það eru ótal rekstraraðilar á hlaupahjólum, hjólum og skellinöðrum – og hjólin eru út um allt. Fyrir eru tví- og þríhjóla vélhjól vinsæl og einkabíllinn hefur verið á undanhaldi í 20 ár. Frakkland er að innleiða hjálmskyldu á hlaupahjólum í lög og Parísarborg er að fækka leyfum til reksturs á stöðvalausum leiguhjólum til muna. Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni í þessari merku borg.

— Jökull Sólberg

Heil fjölskylda á sitthvoru 250w rafhlaupahjólinu.


Ég hef verið að skoða BRT (bus rapid transit) kerfi, hvað einkennir þau og aðgreinir frá venjulegum strætókerfum og hvernig þau hafa reynst erlendis.

Í umræðunni, a.m.k. eins og hún birtist mér á Facebook, þykir kerfið of dýrt en mér finnst það ódýrt og aðal áhyggjur fólks virðast snúast um að kerfið verði ekki notað en ég hef meiri áhyggjur af því að kerfið hafi ekki undan þegar fram líða stundir. Þetta helst auðvitað í hendur. Ef einhver trúir ekki að kerfið verði notað þá er framkvæmdakostnaður ekki eins líklegur til að standa undir þeim ábata sem vænst er.

Raskið sem fylgir því að leggja teina fyrir léttlestir er töluvert en BRT kerfið er þeim kosti gætt að geta flætt um forgangsreinar inn í blandaða umferð og aftur til baka án teina. Það sem gerir strætókerfi að BRT kerfi eru fimm þættir; hátt hlutfall af forgangsreinum, forgangur á gatnamótum, miðasala á stöðvum fremur en inn í vögnum, skipulag akreina þar sem BRT vagnar eru innst og stöðvarnar eru upphækkaðar svo gólf vagnsins er jafnt stöðinni.

Eins og sést af upptalningunni þá er forgangur í umferð „aðal málið“. Vagnarnir rúma allt að 160 farþega og geta gengið mjög ört, t.d. á mínútu fresti. Sex mínútna tíðni hefur verið nefnd í undirbúningsskýrslum. Ekki veit ég hversu stórir vagnarnir verða en ef við gerum ráð fyrir 100 farþegum í hverjum vagni á sex mínútna fresti þá eru það 1.000 farþegar á annatíma í aðra átt.

Miklabraut við Grensásveg í Norðurátt telur þrjár akreinar og þar fara 3.100 bílar á klukkustund á álagstíma. Ef miðað er við 1,3 farþega á bíl að meðaltali þá er það u.þ.b. 1.300 manns á akrein á klukkustund. BRT er í þessum útreikningi með lægri flutningsgetu.

Í stuttu máli má segja að BRT ávinningurinn felist í auknu flæði á hverja akrein, en ekki fyrr en tíðni vagna eykst umfram þessar sex mínútur sem hafa verið ræddar.

Þetta er þó auðvitað bara brot af þeim ávinning sem um ræðir. Þetta er hagstæður fararmáti, fær forgang í umferð og dregur úr bílastæðaþörf fyrir einkaaðila svo dæmi séu tekin. Landnýtingin felst ekki bara í færri akreinum. Þetta er snjöll og sjálfsögð framkvæmd!

Hærri tíðni vagna á hverri stöð leyfir bætta nýtingu BRT akreina í umferðinni þar sem vagnar aka hátt í á tíu sekúndna fresti. Hinsvegar myndast örtröð á skiptistöðvum sem aðeins er hægt að leysa með því að bæta við auka akrein sitthvoru megin í hvora átt svo að vagnar þurfi ekki að mynda röð til að komast í stöðina heldur aki meðfram kyrrstæðum vögnum og upp að lausu stæði þar sem hægt er að hleypa farþegum inn og út. Þetta stækkar það svæði sem BRT stöðvar þurfa. Samkvæmt þessari heimild er hámarksflutningsgeta BRT án þessara stærri stöðva einungis 2.500 farþegar í hvora átt.


Innlent

🛣 Starfshópur um hið fyrirhugaða samgöngumannvirki Sundabraut hefur skilað af sér skýrslu um þá möguleika sem eru fyrir hendi. Þar eru kostir og gallar lágbrúar og ganga ræddir en niðurlagið er skýrt; þetta er annaðhvort rándýrt (göngin) eða óraunhæft (brú). Þetta verkefni er aftan úr fornöld. Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig við Parísarsáttmálann og aðgerðaráætlunin talar um breyttar ferðavenjur. Hvernig væri að setja þetta fjármagn í að hraða Borgarlínu og auka við hlut ríkisins? Link

⚡️ Orka náttúrunnar lét útbúa skýrslu þar sem líftíma kolefnisspor rafbíla er borið saman við aðra. Stærðin á rafhlöðunni skiptir miklu. Rafbílar koma úr verksmiðjunni með hærra fótspor en venjulegir bílar útaf rafhlöðunni. Eftir 20 þús km hefur venjulegur bíll tekið framúr LEAF hvað varðar útblástur. Tesla Model S er með miklu stærri rafhlöðu og þarf 60 þús km af akstri til að vera á við venjulegan bíl. Talað er um 250 þús km líftímaakstur. Link

💸 Stýrihópur á vegum borgarinnar leggur til að gjaldskylda bílastæða nái líka til sunnudaga og að gjöldin verði endurskoðuð. Góð þróun, líka fyrir íbúa miðbæjarins. Þetta er einföld, sanngjörn og ódýr aðgerð til að ýta undir breytta ferðamáta og nýta borgarlandið betur. 25% af landinu okkar fer undir kyrrstæða bíla. Galið. Link

🛵 Bo Hall er að selja mjög fallega skellinöðru af gerðinni Vespa. Link

🚍 Verkefnastofa Borgarlínu hefur tekið formlega til starfa. Link

Erlent

👩🏻‍🎤 Celine Dion undir Eiffel turninum með gaddaól um hálsin á Bird rafhlaupahjóli. Link

📊 Myndband sýnir myndrænt samanburð á umferðarflæði mismunandi fararmáta. Link

🚲 Eins metra hjólarein er með magnaða flutningsgetu, yfir 4.300 farþega á klst. Link (sjá líka myndrænan samanburð hér)

🔋 Skemmtileg sagnfræði frá Quartz. Lee Iacocca, maðurinn sem bjargaði Chrysler á sínum tíma, fór af stað með rafhjólafyrirtæki árið 1997, þá 72 ára. Rafhlöðutæknin var ekki komin og hjólin voru of þung. Link

🎧 Hjólafólk með heyrnatól heyrir betur í umhverfinu en bílstjóri í bíl. Link


Twitter: @jokull

Áframsendið þetta á hvern sem er – það hjálpar dreifingu og kynningu. Lífið er likes™. 
Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.

Loading more posts…