Reykjavík Mobility 26. útgáfa

Hæ hó,

Stofnhjólanet, ný verslun með rafvespur, slysatíðni rafhlaupahjóla, ný drög af reglugerðum o.fl.

✨✌🏻 Sharing is caring – endilega áframsendu fréttabréfið eða deildu því á Facebook


🗺 Strætó er loksins valmöguleiki fyrir leiðarbestun Apple Maps. Link

🚲 Stýrihópur um Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar hefur verið settur saman og vinna komin í gang. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi XD leiðir hópinn. Framkvæmdir eru hafnar á heildstæðu stíganeti (stofnhjólanet) þvert á höfuðborgarsvæðið. Stóraukning á notkun léttra rafknúinna tækja og hjóla almennt kallar á samsvarandi metnað í innviðum. Link

Image

🛵 Niu Mobility er að opna verslun á Íslandi. Þetta eru rafvespur- og skellinöðrur sem eru ýmist í flokki 2 léttra bifhjóla (skráningarskylt, en þarft ekki bílpróf) eða bifhjóla. Link

🚑 Slysatíðni á rafhlaupahjólum eykst, en flest slys eru á borð við beinbrot og létt höfuðhögg. Hrós á lögreglu fyrir að benda á það jákvæða, sem er fjölbreytni í samgöngum. Link, Link, Link

📃 Samgöngustofa gaf út plagg um notkun rafhlaupahjóla og Samgönguráðuneytið er með drög að reglugerð í samráðsgáttinni þar sem skerpt er á flokkun rafknúinna örflæðistækja, leyfilegum farþegafjölda, öryggisbúnaði o.fl. Ég sé ekkert sérstaklega íþyngjandi eða skrýtið þarna.

🛴 Rekstrarstjóri Hopp bendir á að rafhlaupahjól blandist betur með bílum þar sem hámarkshraði er 30 km. Þetta mundi létta á göngustígum og hafa þann kost að draga úr ólöglegum hraða bifreiða. Link

📍 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er með nýja og öfluga kortagátt með áhugaverðum gagnasettum, t.d. myndræna framsetningu á meðalaldri bygginga. Link

🛑 Kalli í Pelsinum hefur í nokkur ár komist upp með að loka af svæði sem samkvæmt deiliskipulagi á að vera opið fyrir gangandi, í þeim tilgangi að geta notað það fyrir eigin bílastæði. Þetta svæði hefur núna verið opnað. Link

🌸 Sigurborg Ósk deilir á Twitter kynningu sinni um Núllsýnina sem varpar ljósi á þá þversögn að byggja bílvæna og örugga borg. Okkar öflugast borgarfulltrúi. Link“I like to stress that also for major road investments it is worthwhile to see what can be done by stimulating cycling. Major traffic jams can be solved if only a small proportion of the traffic is shifted to other modes. If cycling measures could lead to a decrease in car traffic of just a couple of percents, the investments can be very 'profitable'.” — Investing in Bicycle Parking Saves Cities Money

Rafhjólamet, hjólasláin, Planitor

Ég var að fá mér nýtt rafhjól; Tern S8i sem fæst hjá Ellingsen. Þetta er hybrid borgar- og burðarhjól sem er hægt að hlaða á körfum, sætum og ýmiskonar aukahlutum. Dekkin eru breið en lítil og í stað keðju er belti sem þarf ekki að smyrja. Það er létt í snúningum og Bosch kerfið stendur undir nafninu. Mæli hiklaust með svona hjóli. Þetta er alvöru strumpastrætó.

Annars er það að frétta af mér að ég hef stofnað hugbúnaðarfyrirtæki með Guðmundi Kristjáni Jónssyni, skipulagsfræðingi og húsasmiði. Við ætlum okkur að kortleggja skipulagsmál með svipuðum hætti og upplýsingatorg á borð við CreditInfo hafa gert fyrir fjármálageira. Fókusinn er á Íslandi og fyrsta verkefnið er að búa til leitarvél fyrir fundargerðir byggingar- og skipulagsfulltrúa víðsvegar um landið.

Kíkið á planitor.io/s — hlekkurinn leiðir þig á prufuútgáfu af síðunni. Hér má t.d. sjá mál sem Vivaldi Ísland ehf. rekur hjá borginni.


Hver mánaðarmót gerir Hagstofan gögn um innflutning tveimur mánuðum fyrr opinber. Núna 1. júlí erum við því komin með gögn um innflutning reiðhjóla, rafskúta- og hjóla í maí.

Hér sjáum við fjölda tækja sem tollurinn afgreiðir …

… og hér eru farmverðmæti.

Bláu stubbarnir eru hærri á seinni myndinni því að að öllu jafna er rafhjól dýrara en rafskúta eða hjól. Það er óhætt að segja að örflæðið sé í stórsókn, sem og hjólreiðamenning almennt.

Talnaruna hagstofunnar sem ég hef aðgang að nær ekki lengra aftur en þetta. En ég held það sé óhætt að tala um metmánuð- og ár í innflutningi léttra farartækja.


Ég á ekki „alvöru“ hjólalás heldur geymi hjólið inni eða læsi því með „litlum“ lás sem er innbyggður og snýst í gegnum gjörðina og hef þá auga á hjólinu ef ég stekk inn í kaffihús eða e-ð slíkt. Ég held það séu margir í sömu sporum sem eiga hjól í dýrari kantinum, burðarhjól eða fína racera. Treysta einfaldlega ekki að það verði látið í friði þó það sé læst, sérstaklega ekki yfir nótt eða yfir vinnutíma.

Þessi hjólastæði hjá borginni eru með alvöru slá sem er opnuð með appi, sveigð utan um hjólið og aflæst aftur með appi. Samkvæmt framleiðanda (Bikeep) hefur svona slá aldrei verið söguð og engu hjóli stolið. Þetta er eitthvað industrial military grade dæmi — kærkomin lausn og rausnarlega staðsett beint fyrir framan inngang. Þetta er afar einfalt í notkun og skrifstofan mín er rétt hjá. Hef hingað til verið að halda á hjóli upp stiga en kannski ven ég mig á þetta í staðinn núna. Ef svona stæði er laust þarf ég ekki að halda á hjólinu, þarf ekki að hafa þungan lás meðferðis og heldur ekki að hafa áhyggjur.

Þessir lásar eru gjaldfrjálsir. Þá má líka finna rekka í bílastæðakjallara ráðhússins. Vonandi poppa þeir upp víðar.

Geymsla og öryggi er vandamál sem þarf að leysa því þetta eru ekki bara hjólagarmar heldur blanda af allskonar tækjum sem kosta sum upp undir milljón. Það er svo biturt og leiðinlegt þegar hjólum er stolið og tilhugsunin fælir frá notkun hjóla almennt, sérstaklega hjóla sem eru vönduð og koma í stað bíla.

Ég skora á verslunarfólk að skoða þessa boga hjá Hjólalausnir.is. Þetta er ekki mikill fórnarkostnaður (t.d. 1-2 bílastæði), slárnar endast örugglega vel og viðskiptavinum líður betur eftir að það skilur við tækin sín.


Yfir og út
kv Jökull Sólberg

Örflæði.is - 250 hjól á einum stað

Ég forritaði og setti upp vef fyrir skemmstu: örflæði.is.

Þetta er einfalt yfirlit yfir öll rafhjól og örflæðistæki sem eru í boði á Íslandi. Ég hef flokkað öll tækin eftir því hvar þau eru í umferðarlögunum, klippt til myndirnar svo þetta sé snyrtilegt og þar fram eftir götum. Vonandi nýtist þetta einhverjum.

Þeir sem vilja forvitnast um tæknilegu hliðina og aðrar pælingar á bak við verkefnið geta lesið bloggfærslu um það. Kóðinn er open source.

Nýskráningar fólksbifreiða 2019

Kem úr dvala til að deila tölum sem ég fékk frá Fjármálaráðuneytinu og Samgöngustofu.

Nýskráning fólksbíla (M1) féll 36% á milli ára. Þetta eru rosalegar sveiflur síðustu tíu ár. Endurnýjun flotans náði hámarki 2017.

Hér má sjá samanburð á árlegum breytingum nýskráninga annarsvegar hjá EU+EFTA og svo á Íslandi. Er þetta þessi séríslenski „viðnámsþróttur“?

En ætli þessi samdráttur í nýskráningum hafi náð til hreinorkubifreiða? Á næsta grafi sjáum við tvo Y-ása. Hægri ásinn sýnir samanlagðan fjölda skrásettra tækja úr tveimur flokkum: hreinna rafbíla (BEV) og plug-in hybrid (PHEV). Vinstra megin eru stofn niðurfellingar VSK á þessum bifreiðum, þ.e.a.s. heildarafsláttur í formi VSK sem fellur niður við öflun bifreiðanna. Þetta eru glóðvolg og uppfærð gögn frá Fjármálaráðuneytinu fyrir árið 2019 og hafa ekki birst áður að mér vitandi: 2.635 m.kr. í niðurfellingu í nafni orkuskipta bílaflota.

Samdráttur í nýskráningum náði í fyrsta skipt til bifreiða sem eiga rétt á niðurfellingu VSK. Hlutur þessara bifreiða í nýskráningum heldur þó áfram að vaxa.

Ég velti fyrir mér hvort að þessi umbun í formi afsláttar við öflun bifreiða sé ekki gat í fjárlögum sem þurfi á endanum að fylla. Veggjöld blasa við sem vænlegasti kosturinn. Þetta er einfaldasta leiðin til að fjármagna undirritaðar skuldbindingar ríkisins í sínum hluta samgöngusáttmálans sem hefur þann mikilvæga eiginleika að hampa þeim sem hoppa á borgarlínuvagninn.

Hvað er framundan?

Framboð á ódýrari rafbílum mun stóraukast á árinu. Sektir Evrópusambandsins sem varða meðalútblástur bílaflota hvers framleiðenda „kikkuðu inn“ um áramótin.

Rafhlöðutækni eru að þróast hratt og allt hefur þetta áhrif á framboð og verð rafbíla. Rafhlaðan er nærri því helmingur af kostnaði hreinna rafbíla. Hér hef ég bara fjallað um fólksbíla. Framboð á minni flutningabílum mun einnig spila inn í og væri vert að skoða.

Hér er góð yfirferð í myndbandi frá BloombergNEF.

Svo mæli ég með að followa Colin Mckerracher á Twitter.


kv Jökull Sólberg
Parallel ráðgjöf

Reykjavík Mobility 25. útgáfa

Ég var að koma úr barneignarorlofi og svo jólafríi og því hefur verið hlé á fréttabréfinu þar til núna.

Þetta verður hinsvegar síðasta fréttabréfið. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég vil núna nota tímann minn í eitthvað annað.

Þegar ég fæ áhuga á einhverju kafa ég oft djúpt og finnst ekkert eins mikilvægt og að skilja hlutina og móta mér skoðanir. Undanfarið hef ég einfaldlega ekki haft jafn brennandi áhuga og áður, a.m.k. ekki þannig að ég geti unnið gott fréttabréf í hverri viku. Það er auðvitað endalaust hægt að garfa í þessu, en ég starfa og fæst við aðra hluti og þetta hefur alltaf verið áhugamál.

Ég vona að áhugi minn hafi smitað útfrá sér og að einhverjir hafi haft gagn og gaman af þessu.

Ég er alls ekki búinn að missa áhugann á skipulagsmálum, örflæði og samgöngum. En ég er ekki í þessum rannsóknarham sem var forsenda vikulega fréttabréfsins.

Takk fyrir lesturinn.


Innlent

👩🏼‍🏫 Vegagerðin er að manna nýtt stöðugildi: Sérfræðingur í samgöngum á höfuðborgarsvæði. Loksins. Link

🎓 Dagur B. með samantekt á 2019 í einu tweeti. Allt í rétta átt. Link

🎟 Strætó hefur skrifað undir samning um nýtt miðasölukerfi. Um er að ræða nýja snertinema í vögnum, pappírsmiðum fasað út og margt fleira spennandi. 200m í innleiðingu og verður rúllað út á árinu. Býst við að þetta verði sama kerfi og Borgarlína notar svo. Link

Samhengi: „Fargjaldatekjur dekka um 31% af heildarrekstrarkostnaði við Strætó á höfuðuðborgarsvæðinu fyrstu níu mánuði ársins sem er heldur hærra en það var á sama tíma 2018 (25%).“ — Q3 uppgjör Strætó

🚌 Eitthvað hringl á landsbyggðarstrætó. Sveitarfélögin hafa staðið undir þessu fjárhagslega séð, en Strætó séð um rekstur. Vegagerðin (ríkið) tekur við þessu þar sem sveitarfélögin sjá þetta ekki ganga upp. Svona þjónustur fara oft í hættulegan spíral þar sem þjónusta er slök, verðið of hátt og þessvegna fáir notendur — og þá rýrna tekjurnar og þjónustan lækkar aftur (on and on). Stóra spurningin er hvort við viljum hafa flotta tímatöflu og verðskrá fyrir þetta eða ekki. Miðjumoð skilar engu. Link


Erlent

🛣 Hraðbrautarkerfið í Bandaríkjunum (e. interstate highway system) var á sínum tíma risavaxið innviðaverkefni og sterasprauta fyrir hagkerfið. Það eru svo mikil verðmæti í því að tengja saman landshluta. Link

☠️ Sjálfsmorðstíðni og þunglyndi tengt við loftmengun. Link

4️⃣ Fjögurra hæða byggingar með „courtyard“ (opið svæði í miðjunni) eru hagkvæmastar útfrá útblæstri. Hefði haldið að það væri gott að byggja ennþá hærra, en svo er ekki samkvæmt þessari rannsókn. Sjá twitter þráð með myndum. Link

🛴 Góð framtíðarspá fyrir rafhlaupahjólaleigurnar (Bird, Lime o.fl.). Útskiptanlegar rafhlöður, endingarbetri tæki, skútur með sætum og nánara samstarf við borgaryfirvöld um færri tæki í hverri borg. Link

🇳🇴 Norsarar að setja rannsóknarpening í „Urban Sharing“. Link

🚙 Kvótakerfið fyrir útblástur á seldan flota bifreiða í Evrópusambandinu er … mjög flókið. En það er að virka! Link

🙅🏻‍♂️ WTF. Rafhlaupahjólafyrirtæki í San Francisco falsar verklagssamning. Link


Twitter


Over and out! 👋🏻

Í guðanna bænum followið mig á Twitter.

Loading more posts…