Gjaldtaka í samgöngum

Á Vísir.is er grein eftir mig um gjaldtöku, skatta, hvata, orkuskipti o.fl.

Gamla kerfið er orðið úrelt þar sem olíugjald er einn af stóru tekjustofnunum fyrir vegagerð og öðrum mannvirkjum sem tengjast bílum. Við þurfum að skoða aðrar leiðir, en í því felst líka tækifæri til að endurskoða alla þessa gjaldtöku.

„Ísland hefur, eins og margar Evrópuþjóðir, tekið stóran hluta af sínum tekjustofni fyrir gatnagerð og önnur bíltengd gjöld í gegnum álögur á eldsneyti. Eftir því sem bensíndælunum fækkar og heimahleðslum fjölgar þarf að endurskoða þessa gjaldtöku og finna nýja tekjustofna. Tafagjöld og vegtollar hafa verið nefndir og ræddir. Sitt sýnist hverjum um sanngirni og útfærslu á slíkri gjaldtöku. Minna hefur verið rætt um að gjaldtaka á bílastæðum geti fyllt í þessar eyður.“

Neðst í greininni er samantekt á heildstæðum „aðgerðarpakka“:

  • Gerum bílastæði á vinnustað að skattskyldum hlunnindum

  • Lækkum álögur á eldsneyti en hækkum kolefnisgjald

  • Fösum út niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbílum

  • Fösum inn auknum álögum við skráningu brunabíla

  • Innleiðum nútímaleg viðmið um bílastæðakröfur í skipulagi, samræmum þau viðmið í svæðisskipulagi

  • Leyfum bílastæðapössum sveitarfélaga að tryggja fólki bílastæði á borgarlandi við heimili

  • Setjum upp miðlægan gagnagrunn þar sem þjónustuaðilar í bílgreinum skjala ekna kílómetra

Hér er greinin.