Virkar niðurfelling á VSK?

Umhverfisráðherra birti þessi gögn á málþingi í morgun. Það eru komnir þrír ársfjórðungar af innflutningstölum fyrir léttu farartækin þar sem VSK hefur verið að hluta undanþegin.

  1. Fyrir 2020 voru rafhjól og rafhlaupahjól á sama tollanúmeri. Því er erfitt að greina hver vöxturinn var á þessum tækjum milli 2019 og 2020.

  2. Á fyrstu þremur ársfjórðungum var rúmlega sexföld aukning á innflutningi þessara tækja ef við tökum samtöluna. Það dregur örlítið úr innflutningi á venjulegum hjólum.

  3. Það eru flutt inn cirka 4 rafhlaupahjól fyrir hvert rafhjól á þessu ári.

En er þetta VSK niðurfellingin eða bara „örflæðisæði“?

  1. Erlendis hefur verið talað um „e-bike boom“. Eftir því sem ég best veit er ekki verið að halda utan um sölutölur hér á landi, bara innflutning.

  2. Ég hef hvergi sé talað um sexföldun! En ég hef heldur ekki séð greiningar þar sem rafhlaupahjól og rafhjól eru reiknuð saman.

  3. Að mínu mati er ein sterkasta vísbendingin há rauð súla í síðasta ársfjórðungi 2019. Þetta var „low season“ og þarna virðast smásöluaðilar vera að undirbúa sig fyrir aukna eftispurn.

  4. Hjól kláruðust margoft hjá þeim verslunaraðilum sem ég þekki til og verksmiðjur gátu ekki sinnt eftirspurn neinstaðar í heiminum. Sorglegt að fá ekki að sjá enn meiri sölu af þessari ástæðu.

Það er engin sönnun fyrir því að VSK niðurfelling hafi haft áhrif, en það eru margar sterkar vísbendingar. Ég held það sé a.m.k. full ástæða til að halda þessari niðurfellingu áfram. Sjálfur væri ég frekar til í að sjá fasta styrki en ekki niðurfellingu VSK – og hærri styrki fyrir burðarhjól. Svo er spurning hvort skammtímaleigurnar eins og Hopp og Wind ættu að fá einhver sambærilega ívilnun.

Að því gefnu hversu vinsæla rafhlaupahjólin hafa verið er vert að skoða hvernig þau breyta ferðavenjum. Eru þau að taka frá göngu, öðrum hjólum, strætó eða bíl? Þetta er eitthvað mix en við þurfum að gera kannanir til að komast að þessu. Það er ekkert að því að gera göngu meira aðlaðandi því ganga tekur frá bílum. En þetta spilar allt inn í ákvarðanir um ívilnanir og hvata.


💵 Málþing um veggjöld á morgun - ég er spenntur fyrir fyrirlestri frá Árna Frey Stefánssyni. Eins og ég kom inn á síðast er kominn tími á gjaldtöku sem bítur á alla bíla. Sjálfur aðhyllist ég hærra kolefnisgjaldi, lægra verði á bensíndælu og nýju km-gjaldi á móti. Sjá gagnvirkt líkan sem ég gerði til að fylgja eftir umfjöllun síðasta fréttabréfs. Við getum ekki sett meiri álögur á bensínbíla því það er ósanngjarn skattur á tekjulægri heimilin.

📈 Held ég hafi ekki linkað á þetta áður, en Samgöngustofa er með fyrirmyndarvef fyrir tölfræði um skráningu bifreiða. Link

⚗️ Evrópusambandið dælir fjármagni í vetni. Landsvirkjun freistar þess að framleiða og flytja út vetni. En verður eftirspurn eftir vetni jafn mikil og vonir eru bundnar við? Michael Liebreich, stofnandi BNEF, vill meina að vetni eigi ekki framtíð í vegasamgöngum, heldur ekki flutningabílum og strætóum. Frábær skýring í tveimur hlutum, mæli hiklaust með að lesa. Part 1, Part 2. Vetni verður vafalaust mikilvæg lausn fyrir hreinar siglingar og jafnvel flug.

🚚 Michael Liebreich frá BNEF átti í kjölfarið skemmtilegt spjall við Auke Hoekstra. Á cirka 50 mín útskýrir Auke mjög vel afhverju rafhlöður eru málið fyrir flutningabíla og strætóa — ekk vetni! Sjá líka blaðagrein í skjáskotinu. Förum varlega með fjárfestingar í vetni! Rafhlöðurnar eru að þróast hratt. Link

🔋 Fjölmiðlar í Þýskalandi sem og víðar eru duglegir að dreifa úreldum rannsóknum um líftímaútblástur bíla sem láta rafbíla líta illa út. ON gaf út skýrslu um líftímaútblástur rafbíla íslenskum aðstæðum um mitt ár 2019. Samkvæmt þeirri skýrslu þarf að keyra Tesla Model S 60.000 km til að hann sé kominn til jafns við heildarútblástur sambærilegs bensínbíls — og eftir það mengar brunabíll meira en Teslan er hér um bil útblásturslaus þar til hún fer á haugana. Framleiðsluferli á rafhlöðum hefur batnað mikið á undanförnum árum og framleiðslan á sér í auknum mæli stað með hreinni raforku. Þessar rannsóknir taka yfirleitt ekki mið af þessum breyttu forsendum sem eru rafbílum í haginn hvað varðar líftímaútblástur. Ef við uppfærum t.d. skýrslu ON þá reiknast mér til að það þurfi bara að keyra Model S 30.000 km áður en brunabíllinn tekur framúr í útblæstri. Link