Örflæði.is - 250 hjól á einum stað

Ég forritaði og setti upp vef fyrir skemmstu: örflæði.is.

Þetta er einfalt yfirlit yfir öll rafhjól og örflæðistæki sem eru í boði á Íslandi. Ég hef flokkað öll tækin eftir því hvar þau eru í umferðarlögunum, klippt til myndirnar svo þetta sé snyrtilegt og þar fram eftir götum. Vonandi nýtist þetta einhverjum.

Þeir sem vilja forvitnast um tæknilegu hliðina og aðrar pælingar á bak við verkefnið geta lesið bloggfærslu um það. Kóðinn er open source.