Reykjavík Mobility 26. útgáfa

Hæ hó,

Stofnhjólanet, ný verslun með rafvespur, slysatíðni rafhlaupahjóla, ný drög af reglugerðum o.fl.

✨✌🏻 Sharing is caring – endilega áframsendu fréttabréfið eða deildu því á Facebook


🗺 Strætó er loksins valmöguleiki fyrir leiðarbestun Apple Maps. Link

🚲 Stýrihópur um Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar hefur verið settur saman og vinna komin í gang. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi XD leiðir hópinn. Framkvæmdir eru hafnar á heildstæðu stíganeti (stofnhjólanet) þvert á höfuðborgarsvæðið. Stóraukning á notkun léttra rafknúinna tækja og hjóla almennt kallar á samsvarandi metnað í innviðum. Link

Image

🛵 Niu Mobility er að opna verslun á Íslandi. Þetta eru rafvespur- og skellinöðrur sem eru ýmist í flokki 2 léttra bifhjóla (skráningarskylt, en þarft ekki bílpróf) eða bifhjóla. Link

🚑 Slysatíðni á rafhlaupahjólum eykst, en flest slys eru á borð við beinbrot og létt höfuðhögg. Hrós á lögreglu fyrir að benda á það jákvæða, sem er fjölbreytni í samgöngum. Link, Link, Link

📃 Samgöngustofa gaf út plagg um notkun rafhlaupahjóla og Samgönguráðuneytið er með drög að reglugerð í samráðsgáttinni þar sem skerpt er á flokkun rafknúinna örflæðistækja, leyfilegum farþegafjölda, öryggisbúnaði o.fl. Ég sé ekkert sérstaklega íþyngjandi eða skrýtið þarna.

🛴 Rekstrarstjóri Hopp bendir á að rafhlaupahjól blandist betur með bílum þar sem hámarkshraði er 30 km. Þetta mundi létta á göngustígum og hafa þann kost að draga úr ólöglegum hraða bifreiða. Link

📍 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er með nýja og öfluga kortagátt með áhugaverðum gagnasettum, t.d. myndræna framsetningu á meðalaldri bygginga. Link

🛑 Kalli í Pelsinum hefur í nokkur ár komist upp með að loka af svæði sem samkvæmt deiliskipulagi á að vera opið fyrir gangandi, í þeim tilgangi að geta notað það fyrir eigin bílastæði. Þetta svæði hefur núna verið opnað. Link

🌸 Sigurborg Ósk deilir á Twitter kynningu sinni um Núllsýnina sem varpar ljósi á þá þversögn að byggja bílvæna og örugga borg. Okkar öflugast borgarfulltrúi. Link“I like to stress that also for major road investments it is worthwhile to see what can be done by stimulating cycling. Major traffic jams can be solved if only a small proportion of the traffic is shifted to other modes. If cycling measures could lead to a decrease in car traffic of just a couple of percents, the investments can be very 'profitable'.” — Investing in Bicycle Parking Saves Cities Money