Reykjavík Mobility 25. útgáfa

Ég var að koma úr barneignarorlofi og svo jólafríi og því hefur verið hlé á fréttabréfinu þar til núna.

Þetta verður hinsvegar síðasta fréttabréfið. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég vil núna nota tímann minn í eitthvað annað.

Þegar ég fæ áhuga á einhverju kafa ég oft djúpt og finnst ekkert eins mikilvægt og að skilja hlutina og móta mér skoðanir. Undanfarið hef ég einfaldlega ekki haft jafn brennandi áhuga og áður, a.m.k. ekki þannig að ég geti unnið gott fréttabréf í hverri viku. Það er auðvitað endalaust hægt að garfa í þessu, en ég starfa og fæst við aðra hluti og þetta hefur alltaf verið áhugamál.

Ég vona að áhugi minn hafi smitað útfrá sér og að einhverjir hafi haft gagn og gaman af þessu.

Ég er alls ekki búinn að missa áhugann á skipulagsmálum, örflæði og samgöngum. En ég er ekki í þessum rannsóknarham sem var forsenda vikulega fréttabréfsins.

Takk fyrir lesturinn.


Innlent

👩🏼‍🏫 Vegagerðin er að manna nýtt stöðugildi: Sérfræðingur í samgöngum á höfuðborgarsvæði. Loksins. Link

🎓 Dagur B. með samantekt á 2019 í einu tweeti. Allt í rétta átt. Link

🎟 Strætó hefur skrifað undir samning um nýtt miðasölukerfi. Um er að ræða nýja snertinema í vögnum, pappírsmiðum fasað út og margt fleira spennandi. 200m í innleiðingu og verður rúllað út á árinu. Býst við að þetta verði sama kerfi og Borgarlína notar svo. Link

Samhengi: „Fargjaldatekjur dekka um 31% af heildarrekstrarkostnaði við Strætó á höfuðuðborgarsvæðinu fyrstu níu mánuði ársins sem er heldur hærra en það var á sama tíma 2018 (25%).“ — Q3 uppgjör Strætó

🚌 Eitthvað hringl á landsbyggðarstrætó. Sveitarfélögin hafa staðið undir þessu fjárhagslega séð, en Strætó séð um rekstur. Vegagerðin (ríkið) tekur við þessu þar sem sveitarfélögin sjá þetta ekki ganga upp. Svona þjónustur fara oft í hættulegan spíral þar sem þjónusta er slök, verðið of hátt og þessvegna fáir notendur — og þá rýrna tekjurnar og þjónustan lækkar aftur (on and on). Stóra spurningin er hvort við viljum hafa flotta tímatöflu og verðskrá fyrir þetta eða ekki. Miðjumoð skilar engu. Link


Erlent

🛣 Hraðbrautarkerfið í Bandaríkjunum (e. interstate highway system) var á sínum tíma risavaxið innviðaverkefni og sterasprauta fyrir hagkerfið. Það eru svo mikil verðmæti í því að tengja saman landshluta. Link

☠️ Sjálfsmorðstíðni og þunglyndi tengt við loftmengun. Link

4️⃣ Fjögurra hæða byggingar með „courtyard“ (opið svæði í miðjunni) eru hagkvæmastar útfrá útblæstri. Hefði haldið að það væri gott að byggja ennþá hærra, en svo er ekki samkvæmt þessari rannsókn. Sjá twitter þráð með myndum. Link

🛴 Góð framtíðarspá fyrir rafhlaupahjólaleigurnar (Bird, Lime o.fl.). Útskiptanlegar rafhlöður, endingarbetri tæki, skútur með sætum og nánara samstarf við borgaryfirvöld um færri tæki í hverri borg. Link

🇳🇴 Norsarar að setja rannsóknarpening í „Urban Sharing“. Link

🚙 Kvótakerfið fyrir útblástur á seldan flota bifreiða í Evrópusambandinu er … mjög flókið. En það er að virka! Link

🙅🏻‍♂️ WTF. Rafhlaupahjólafyrirtæki í San Francisco falsar verklagssamning. Link


Twitter


Over and out! 👋🏻

Í guðanna bænum followið mig á Twitter.