Reykjavík Mobility 24. útgáfa

Hæ Reykvíkingar,

Í þessari útgáfu fjalla ég um Miklubrautarstokkinn, samgöngupassa í Ausberg, rauntímaskjái í strætó og neðst í póstinum hef ég með hjálp Streetmix komið með dæmi að breytt skipulagi á Hringbraut í Vesturbæ.

Ég sat í panel á Skipulagsdeginum 2019 sem var haldinn á föstudaginn. Þar tókst mér að gera mig algjörlega óskiljanlegann í lokaorðum þegar ég lagði til að við hættum að horfa bara á bílaflota í hinum svokölluðu orkuskiptum og færum að hugsa um rafhjól en líka lyftur. Ég lengdi ekki mál mitt þarna og sá á svipnum á fólki að þetta var ekki mjög skýrt. Það sem ég á við er að það megi þétta byggð og nota lyftur til að færa fólk á milli áfangastaða í meira mæli í stað þess að fólk fari alltaf alla leið á bílum. Lyftur eru knúnar raforku. Þetta er bara önnur leið til að tala um þéttingu byggðar í samhengi við ferðavenjur. Notum raforkuna!

kv Jökull Sólberg


Að færa vandamálið á milli hæða og hverfa

Hilmar Þ. Björnsson ritar grein um Miklubrautarstokkinn. Stokkurinn er risastór hluti af Samgöngusáttmála, 22 millljarðar eða 18% af heildarfjármagni. Áætlað er að framkvæmd ljúki 2026 þá verði yfirborðið sem tengir norður- og suðurhluta gamla Hlíðahverfisins stórbætt með óáreittri umferð neðanjarðar. Umbreytir húsaröðinni næst Klambratúni og mun hafa jákvæð áhrif á loftgæði, flutningsgetu og hverfið almennt.

Hilmar furðar sig á framkvæmdinni. Lausnin segir hann að dreifa frekar vinnustöðum betur um borgina til að draga úr álagi á stakar umferðaræðar. Þá værum við ekki að reyna að bæta við flutningsgetu með því að grafa bíla niður á sér hæð þar sem þeir flæða óáreittir. Hann er reyndar ekki beint gagnrýninn á framkvæmdina sjálfa, heldur telur að við höfum skipulagt okkur í þessar aðstæður þar sem þessi dýra og flókna framkvæmd blasir nú við þó borgin sé ekki fjölmennari en raunin er.

Stefán Benediktsson ritar svaragrein þar sem hann bendir á að framkvæmdin sé nauðsynlegur liður í að draga úr lífshættulegri mengun í Hlíðahverfi.

Að mínu mati er ekkert óeðlilegt við að byggð þróist með sterkum miðbæjarkjarna. Hvort sem það er spítali eða bankastofnun þá er bara prýði af því að stofnanir og rekstur taki sér pláss miðsvæðis innan um mannlíf, þjónustu og aðra staði sem tengjast rekstrinum. Vandamálið er að við sem þjóðfélag erum svo snobbuð að langflestum finnst óhugsandi að þurfa að styðjast við samakstur í strætó eða hjóla í frosti til að komast á milli staða. Það að svara kalli almennings um óendanlegan stuðning við einkabílinn varð til þess að borgarlandið kláraðist áður en hægt var að greiða fyrir frekari umferð. Nú eru komnir „flöskuhálsar“ sem flestum hugnast að troða út til að stjana áfram við bílinn eins og trekt í gæs. Aðrir horfa til þess að dreifa áfangastöðum um borgina til að hægt sé að nýta akreinar allan daginn í báðar áttir.

Dreifing vinnustaða er verkfræðilega snjallt ef markmiðið er að leysa úr umferðarhnútum. Sömuleiðis er stokkur ágætis leið til að auka umferðarflæði og beina mengun frá mannlífi og byggð. En afhverju ekki að höggva á þennan hnút með alvöru samgöngum sem bæta flutningsgetu margfalt fyrir brot af þeim framkvæmdakostnaði sem liggur fyrir?

Sumir vilja færa vandamálið á milli hverfa. Aðrir vilja færa það neðanjarðar. Það eru til lausnir til að auka flutningsgetu í borg: Strætó og hjól. Verkfræðingarnir og aðrir snillingar eru oft að vinna að frábærum lausnum við vitlausu spurningunum.

-

(Björn Teitsson skrifaði pistil Janúar 2019 um Miklubraut og kemst að sömu niðurstöðu. Mér fannst þetta frekar radical hugmynd þá, en í dag finnst mér ekkert annað koma til greina en að endurskipuleggja Miklubraut án stokks. Kannski til marks um hversu hratt skynsama miðjan er að ferðast í átt frá bílnum, og auðvitað líka hvað Bjössi og annað baráttufólk hefur verið langt á undan sinni samtíð í mörg ár.)


Innlent

💸 🚲 Viðbrögð við drögum að niðurfellingu VSK á hjólum og rafhjólum voru fyrst og fremst jákvæð. Margir spurðu sig hinsvegar afhverju hjól fá bara niðurfellingu upp að 100.000 kr verði en rafhjól 400.000 kr. Link

⚡️ Í október voru rafbílar 15% og tengiltvinnbílar 13% af nýskráningum á fólksbílum. Samtals 28% sem er nokkuð gott — Noregur þó langt á undan öllum öðrum með 58%. Link

🚍 Einhverjir Strætóar bráðum komnir með rauntímaupplýsingar á skjái. Bara eins og erlendis. Link

🛴 Mi rafhlaupahjólin í innköllun. Link


Erlent

💡 Low-Clearance Rapid Transit: Hugmynda-útfærsla á Borgarlínu með lágreista vagna sem þvera akbrautir neðanjarðar án þess að það þurfi mikinn uppgröft. Link

🇩🇪 Nurnberg hyggst breyta bílastæðahúsi í rafskútugeymslu. Link

🚌 Áhugaverð tölfræði sem styður það að mikilvægara sé að auka tíðni strætóa frá 30 í 15 mínútur en 15 í 10. Link

🏍 Cake er Sænskt ættað raf-bifhjól, framleitt í Taiwan. Gríðarlega extendable platform með allskyns vöggum og uppfærslum. Kúl design. Link

🇬🇧 TfL (Travel for London) íhugaði að leyfa Lyft appinu að aflæsa og greiða fyrir Santender hjólin. Hætti svo við. Telja sig betur borgið með eigið app áfram. Ekki spurning að Lyft og Uber eru að reyna að búa til „walled garden“ upplifun þar sem allt mobility er í þeirra appi. Ef þú átt notandann þá hefurðu mikið power. Link

🇩🇪 … on that note. Borgaryfirvöld í Augsburg reka strætó, tramma, lestir, snattbíla og hjól undir sama nafni. Nú er hægt að kaupa mánaðarpassa og fá aðgang að þessu öllu (svipað og Whim í Helsinki) á €79 á mánuði. Link

🛴 Fullt af tölfræði um rafhlaupahjól í Austin. Milljón manns, 18 þús rafhlaupahjól og 500 þús ferðir á mánuði. Ekki nema 2-3 ferðir á dag per hjól samt. Góður vöxtur og mikil samkeppni. Link

😲 Riese & Muller Supercharger2 er algjörlega truflað hjól. Link

Image result for riese supercharger 2020 review

Streetmix

Hringbraut í Vesturbæ er cirka 27 metra breið. Í dag er skipulagið tvær akreinar í sitthvora áttina, bílastæði beggja megin og fremur þröngar gangbrautir. Þetta þarf ekki að vera svona. Tólið Streetmix leyfir notanda að skipuleggja sneiðmynd á götu.

Hérna er dæmi um skipulag sem gæti passað á Hringbraut í Vesturbæ.

Skoðum aðeins Miklubraut. Hérna er vegkafli þar sem á að koma stokkur. Bláa strikið sýnir breidd á vegkafla, um 31 metrar. Eins og sést á myndinni þá þrengist talsvert hjá Rauðarárstíg.

Skipulagið hér fyrir neðan er 26 metrarar á breidd sem passar á flestum vegköflum.

Hægt væri að endurskipuleggja götuna svona:

Flutningsgetan er 46% meiri á seinni myndinni þrátt fyrir að það séu helmingi færri akreinar fyrir bíla. Í báðum tilfellum er gatan 26 metra breið. Á seinni myndinni er aukið rými fyrir gangandi og hjól.


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.