Reykjavík Mobility 22. útgáfa

Hæ Reykvíkingar

Pælingar um áhrif útblásturs á ferðaval. Aðeins flóknara en halda mætti, en að sama skapi skemmtilegt topic. Fréttamolar um nýja bók um strákafyrirtækið Uber, rafhjól á Alþingi o.fl.

kv Jökull Sólberg


Hver er útblástur hvers samgöngumáta? Eitt skemmtilegt dæmi er að ferð á rafhjóli orsakar minni útblástur en ganga vegna þess að útblásturinn sem tengist meðalmataræði er hærri en raforkan sem knýr rafhjól.

Ég rakst á mjög áhugaverða rannsókn um útblástur, ferðaval og fararmáta. Inntakið í greiningunni er að reikna þurfi viðbótar útblástur ekki meðalútblástur á hvern kílómeter hvers farþega (hér er oft talað um PMT eða person miles traveled). Annað geti bjagað skilning fólks á áhrifum þess að velja t.d. lest en ekki flug.

Skýrasta dæmið er lest, strætó og flugvél. Í þessum fararmátum fer mestur útblástur í að færa tækið á milli staða. Í tilfelli flugsins fer mestur útblástur í að koma vélinni á loft og því menga stuttar ferðir meira per kílómeter. En þyngd og farangur hvers farþega bætir afar litlu við. Sama má segja um strætóana. Þeir fara eftir leiðarkerfi og áætlunarakstri og það breytir litlu hversu margir manna hvern strætó.

Nema jú auðvitað áhrifin á leiðakerfið sjálft. Eftir því sem fleiri manna strætóin því auðveldara verður að réttlæta tíðari ferðir, stærri vagna og nýjar leiðir. Þessi rannsókn gerir atlögu að því að meta þessi áhrif.

Hvernig sem á það er litið þá þurfum við Íslendingar að draga úr flugi. Við þurfum að fækka og lengja fríin okkar. Fyrirtæki þurfa að fækka ferðum starfsmanna og hugsa vel um samnýtingu ferða með betra skipulagi. Það að skjótast á fundi og fljúga til baka næsta dag er ekki í lagi.

Einhver sagði að landfræðilega værum við illa stödd hvað varðar útblástur. Ég held þá hafi verið að vísa til þess að við þurfum alltaf að fljúga til að komast í sól og á fundi. En það er einmitt staðsetningin á milli heimsálfa sem dregur að flugsamgöngur sem við sem íbúar njótum svo góðs af.

Image

Það eru gríðarleg forréttindi að fljúga. Þau forréttindi dreifast mjög ójafnt á tekjubilin. Mjög líklega sú tegund af útblæstri sem verður erfiðara að rökstyðja með tímanum.


Innlent

🚲 Alþingi er með rafhjól og rafskútur að láni til að koma sínu fólki á milli funda. Allir vinnustaðir ættu að skoða svona lausnir. Það kostar ekki mikið að kaupa inn nokkur rafhjól. Kannski vantar fyrirtæki til að sjá um rekstur og viðhald á svona örflotum? Link

👍🏻 Álögur á rafhjól minnka um áramót. Kom fram í stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta er enn í útfærslu í Fjármálaráðuneytinu. Bíð spenntur eftir fréttum.

Svona hafa innflutt farmverðmæti á hjólum þróast síðustu þrjú ár. Þarna vantar september-desember í 2019. Þetta er ekki mikil fórn í formi niðurfellingar VSK miðað við raf- og tengiltvinnbíla.

Erlent

🇫🇷 París er að gera magnaða hluti. Tekist hefur að draga gríðarlega úr bílaeign, umferð og bílastæðafjölda. Örflæðisvæðingin er mjög hröð. Fólk fær aðstoð við að fjárfesta í rafhjólum en það er líka hægt að leigja flott hjól til lengri tíma. Aukning á hluti hjólandi í umferð er 54% á milli ára. Uber hefur hafið samstarf við rafskellinöðruleigu og nú er hægt að leigja þannig tæki í appinu. Lengi má góð borg batna.

🇺🇸 Chicago ætlar að leggja álögur á ferðir Uber og Lyft til að draga úr umferðarteppum og fjármagna forgangsreinar strætóa. Link

🗽 New York lokaði 14. stræti. Nú er búið að mæla hver áhrifin á umferð annarstaðar á Manhattan er. Niðurstaðan: Umferðin gufaði upp og er óbreytt á nálægum götum. Life finds a way. Link

🤳🏻 Ný bók sem ber titilinn Super Pumped er komin út. Hún er um Uber og stofnandann sem Travis Kalanick var bolað út. Bókin virðist pastlega gagnrýnin og skýtur föstum skotum á tæknibjartsýnina sem hefur loðað við marga tæknirisa frá Silicon Valley. Link

🇦🇹 Dæmi um endurhannaða götu þar sem bílastæðum var fórnað. Link


Myndin

Mjög nettur þráður um það hvernig hjól tvinnast sögu kvenréttinda. Link


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.