Reykjavík Mobility 17. útgafa

Hæ Reykvíkingar,

Silfrið tók fyrir umræðu um morgunumferðina. Vegagerðin afhjúpaði sína þröngsýni á Twitter og ég notaði tækifærið til að skrifa um kúltúrinn sem er þar innandyra. Annars bara stutt fréttabréf þessa viku.

kv Jökull Sólberg


Björn Hákon deildi þessu myndbandi af þeim aðstæðum og hættum sem börn þurfa að glíma við á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar.

Vegagerðin svaraði honum. Björn er beðinn um að vega líf barnsins síns og afkastagetu gatnamótanna.

Vísir fjallaði um málið.


Innlent

😲 TomTom er með umferðarþungakort fyrir Reykjavík. Link

🚌 Enginn strætó gengur í og úr Urriðahverfi. Link

🚗 Umferðin er slæm. Link

🙄 Mæli með Instagram accountinum @bilafrekja

🏢 Sala á íbúðum í miðborginni er á skriði, þvert á dómsdagsspár. Link

🚦 Hlutur bílsins hækkaði úr 75% í 79% frá 2014 til 2018 samkvæmt nýrr könnun Samtaka iðnaðarins. Hef haft orð á því áður, en við þurfum mun tíðari ferðavenjukannanir, helst tvisvar á ári til að sjá mun á árstíðum. Link

Erlent

💨 Talið er að fjölgun ferðamöguleika og blöndun fararmáta innan hverra ferða (t.d. hjól+lest í stað bíls) stuðli að minni útblæstri. Þetta er talsvert flóknara en svo. Lykilatriðið hvað útblástur varðar virðist vera að draga úr ferðaþörf með þéttingu byggðar. Link

🏙 Manhattan endurhugsuð sem paradís fyrir gangandi. Einkabíllinn er undarlegt fyrirbæri í svona þéttri byggð. Link

☑️ Einfaldur viðvörunarbúnaður um hámarkshraða, krappar beygjur o.fl. breytir mælanlega aksturslagi til hins betra. Öllu svona hefur bílaiðnaðurinn hatrammlega barist gegn í mörg ár. Það er húmorískt að fylgjast með hversu annt talsmönnum sjálfkeyrandi bíla þykir um öryggi í samgöngum þegar svona basic hlutir sem geta bjargað mannslífum eru ekki einu sinni í reglugerðum. Link

🇨🇳 Hjólaleigur í Kína eru ennþá á fullu. Link

🇺🇸 CitiBike í NY gengur bara betur og betur. Link


Myndin

Fuell FLUID. Hannað af algjöru mótorhjóla legendi. Klikkaður mótor með 100nm togi. 45 km/klst hámarkshraði. GPS þjófavörn. Link


Twitter: @jokull

Áframsendið á hvern sem er. Ekki hika við að svara þessum pósti með athugasemdum, þær berast beint til mín.