Reykjavík Mobility 1. útgáfa

Þú ert að fá þetta fréttabréf af því ég hef eflaust fundað með þér eða átt í samskiptum við þig um samgöngumál í Reykjavík, micromobility og möguleika á hjólaleigu með rafmagnshjólum. Mér datt í hug að koma með stuttar stöðufærslur um þetta verkefni í gegnum póstlista sem getur svo stækkað og þróast.

Þú finnur „unsubscribe“ takka neðst hérna niðri ef þú óskar ekki eftir frekari sendingum.

Smá context …

Eins og flestir á þessum póstlista vita þá hætti ég hjá Takumi fyrir skömmu og hafði gælt við hugmyndina að vera rekstraraðili á rafhjólaleigu í Reykjavík. Ég setti saman kynningu og var heppin að margir voru til í að hittast í kaffi. Takk! En eftir því sem ég skoðaði þetta betur fannst mér tímasetningin ekki góð. Ég ákvað að fara í ráðgjöf og halda áfram að afla mér þekkingar á micromobility, fylgjast með hvernig þetta er að þróast erlendis og halda áfram að efla tengsl hér heima.

Ráðgjafastofan sem ég er hluti af heitir Parallel. Vorum að opna fína síðu!

Fréttamolar

Í lok mars stóð borgin fyrir málþinginu Léttum á umferðinni. Þar flutti ég 10 mínútna erindi um Micromobility. Viðtökurnar voru góðar og Dagur þrumaði kallinum í subject á fréttabréfinu sínu þann daginn. Hér má nálgast glærur.

Ég veit til þess að einhverjir eru að skoða grundvöll fyrir rafhjóla- og skútuleigu fyrir næsta sumar í Reykjavík. Mun leyfa lesendum hér að fylgjast með því.

Meirihlutinn í borginni lagði fram tillögu 2. apríl sem vitnar í „micromobility“. Í henni er umhverfis- og skipulagssviði gert að gera ráð fyrir rafhjólaleigum í Reykjavík.

Næsta Micromobility ráðstefnan er í Berlín.

Strætó hyggst endurnýja aðgangs- og ticket lausnina sína. Mig rámar í eitthvað snjallkorta-fiasco, en ég held þetta verði af hinu góða. Verkefnið er metið á 300 m.kr. og erlendir aðilar munu bjóða í þetta. Ég væri mjög til í að sjá Masabi + Transit App. (Transit er besta mobility appið fyrir Reykjavík!).

Göngugötur opna á morgun.

Borgarlínan er officially orðin official.

Myndin

Portland borgaryfirvöld hafa farið þá leið að merkja sérstök svæði fyrir deilitæki og varið með staurum. Við vitum hvað bílarnir eru fljótir að fara á óvarin stæði :)


Ætla að hafa þetta stutt og laggott í þessari jómfrúarpressu.

Smellið á reply og látið mig vita hvað ykkur finnst um þessa hugmynd og hvað þið viljið sjá í þessu fréttabréfi.